Bristol England,
[Flag of the United Kingdom]


BRISTOL
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bristol í Avon er í 108 m hæð með rúmlega 400.000 íbúa.  Hún er ein fegursta hafnar- og iðnaðarborg af stærri gerðinni í Bretlandi, þrátt fyrir miklar skemmdir í síðari heimsstyrjöldinni.  Milli 15. og 18. aldar var Bristol önnur mikilvægasta borg Evrópu á eftir London.

Tvö mikil mannvirki eru tengd Bristol, Cliftonbrúin yfir Avondalinn og gufuskipið Great Britain (fyrsta stálskipið; Brunel).  Það flutti aragrúa fólks til nýja heimsins og er til sýnis í skipasmíðastöðinni, þar sem það var smíðað.

John Cabot lagði af stað vestur um haf í könnunarleiðangur frá Bristol árið 1497.  Í Bristol er Cabot Tower.

Stærstu iðnfyrirtæki Bristol framleiða skip og flugvélar.  Þar er að auki annar og fjölbreyttur iðnaður, s.s. súkkulaði- og tóbaksiðnaður.

Bristol var verzlunarborg frá 12. öld.  Hún blómstraði síðar vegna þrælaverzlunar.  Skip sigldu frá Bristol með enskar vörur til Vestur-Afríku og þaðan til Vestur-Indía með þræla (70.000 á ári í lok 18. aldar).  Sykur, romm og tóbak var flutt til baka.  Þegar á 14. öld veitti Edward III borginni skírisstöðu.  Árin 1643-45 var Bristol aðalmiðstöð konungssinna i Vestur-Englandi.

Fyrsta gufuskipið í áætlunarferðum yfir Atlantshaf, The Great Western, byggði Brunel í Bristol árið 1838.  Þjóðverjar gerðu loftárásir á borgina 1940 og 1941.

Frægasta hafnarkráin er Llandoger Trow við King Street, hálftimbruð 17. aldar krá, þar sem Defoe er sagður hafa heyrt sögu af munni Alexanders Selkirk.  Defoe gerði hana ódauðlega í skáldsögunni um Robison Crusoe.  Kráin er líka fyrirmyndin að þeirri, sem Long John Silver heimsótti oft í skáldsögunni Fjársjóðseyjan.  Göng liggja undir götuna frá kránni í *Konunglega leikhúsið, sem er elzt enskra leikhúsa (1766).  Þar er nú aðsetur Bristol Old Vic Company.

*St. Mary Redcliffe er fegursta sóknarkirkja Englands.  Hún dregur nafn af rauðleitum klöppum, sem hún var byggð á (13.öld).  Ríkir kaupmenn kostuðu bygginguna.  Turninn er 88 m hár.  Innviðir hennar eru að mestu frá 15. öld.

* Dómkirkjan er að stofni til frá 1140.  Hún var endurnýjuð á árunum 1298 - 1330.  Miðturninn var endurbyggður árið 1450 og **kórinn árið 1928.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM