Glaucester England,
[Flag of the United Kingdom]


GLAUCESTER
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Glaucester skírishöfuðborgin í Glaucesterskíri á austurbakka Severnárinnar í Mið-Englandi, er hafnarborg, sem er tengd Severn með skurði.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 95.000.

Borgin er góð miðstöð fyrir þá, sem vilja skoða umhverfið, hið fagra Cotswoldsvæði, Deanskóginn og Wyedalinn.  Náttúrufyrirbærið 'Severn Bore', flóðbylgja, sem myndast á aðfallinu í ánni, sést vel frá Telford's over Bridge (1826-28), aðeins vestan Glaucester og jafnvel betur frá Stonebench Elmore, 6-7 km neðar með ánni.

Á tímum Rómverja var Glaucester þýðingarmikil virkisborg við vað á Severn á veginum til Wales.  Orðið „-cester" er dregið af rómverska orðinu castra og fjórar aðalgötur Glaucester mætast í réttu horni í miðbænum, sem gefur til kynna rómverskt skipulag.  Eftir að normanar náðu Glaucester undir sig varð bærinn að uppáhaldssetri Plantagenetkonunga og Henry III var krýndur þar árið 1216.  Árið 1643 veitti Glaucester konungssinnum viðnám í mánuð og víggirðingar borgarinnar voru rifnar niður að því loknu.

Skoðunarverðir staðir
*Dómkirkjan frá 1089-1100.
*Höfnin frá 1800.
*Berkeley kastali frá 12.öld, 21 km suðvestan Glaucester.  Hann er enn þá í eigu Berkeleyfjölskyldunnar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM