Hjaltlandseyjar Shetland Islands,
[Flag of the United Kingdom]


HJALTLANDSEYJAR
SHETLANDS-EYJAR


.

.

Utanríkisrnt.

Rómverjar kölluðu þær „Ultima Thule”, sem þýðir „Fjærsta landið” eða „Endimörk veraldar”.  Í hugum víkinga frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð voru þessar eyjar næstu nágrannar og hétu Hjaltlandseyjar í þeirra munni.  Frá þessum tímum eru margar minjar, s.s. grafhaugar, steinhringar drúída og hálfhrundir vaktturnar úr steini.  Eyjarnar eru misviðrasamar með þoku, óveðrum og löngum vetrum.  Þar er einkum hægt að rækta kartöflur, hafra og bygg.  Eyjaskeggjar lifa aðallega á fiskveiðum en rækta líka dverghesta, nautgripi og sauðfé.  Úr ullinni er framleitt gæða efni, Tweed, og góðar prjónavörur.

Náttúrufegurð eyjanna bætir upp erfið veðurfarsleg skilyrði.  Mikið er um fugla-björg, þar sem hafaldan brýtur á litskrúðugum klettum.  Engin byggð á eyjunum er fjær sjó en 5 km.

Heildarfjöldi eyjanna er rúmlega 100 og flatarmálið nálægt 1.424 km².  Stærsta eyjan er Mainland (Hjaltland) og þar er höfuðborgin, Leirvík.  Eyjaklasinn er 210 km norðaustan skozka meginlandsins og  og 320 km vestan Noregs.  Norðmenn létu eyjarnar af hendi til Skota árið 1468.  Áætlaður íbúafjöldi 1983 var 23.454.

Whalsay - Hvalsey er sjötta stærsta eyjan, frjósöm með smábúskap og útgerð.  Stærsta þorpið er Symbister með höfn fyrir togara og trillur.  Þar er safn um sögu skreiðar- og saltfisksútflutnings allt frá dögum Hansakaupmanna.  Áætlunarferjur tengja þorpið við aðrar stærstu eyjarnar.  Önnur þorp eru m.a. Clate, Isbister, Sandwick, Saltness, Challister, Marrister, North Park og Skaw, þar sem eru nyrzti 18 holu golfvöllur Bretlandseyja og flugbraut.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM