Orkneyjar Skotland England,
[Flag of the United Kingdom]


ORKNEYJAR
SKOTLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Orkneyjar eru úti fyrir norðurströnd Skotlands.  Pentlandfjörður skilur þær frá ströndinni.  Þær eru ávalar og næstum trjálausar.  Heildarflatarmál þeirra er 974 km³.  Norðursjórinn er austan þeirra og Atlantshafið vestan.  Eyjarnar eru u.þ.b. 70 talsins og innan við þriðjungur þeirra er í byggð.  Kirkwall, eitt af fáum þorpum eyjanna og stjórnsýslusetur þeirra, er á stærstu eyjunni Mainland eða Pomona.  Í þorpinu er dómkirkja heilags Magnúss frá 12. öld og rústir halla biskupanna og jarlanna.  Meðal annarra eyja eru Hoy, Westray, Sanday og Stronsay.

Hlýir hafstraumar gera eyjarnar að hagstæðasta landbúnaðarhéraði Skotlands.  Þar eru m.a. ræktaðir hafrar, rófur og kartöflur.  Nautgripa- og sauðfjárrækt eru líka stundaðar.  Fiskveiðar og -verkun eru líka mikilvægir atvinnuvegir.  Aðalfiskteg. eru humar, síld og þorskur.  Uppgötvun olíu undir botni Norðursjávar varð til þess, að olíuleiðsla var lögð til Flokka við Scapa-flóa (milli Hoy og meginlandsins).  Brýr tengja eyjarnar Mainland, Burray og Suður-Rónaldsey.

Eyjarnar voru þekktar undir nafninu  Orcades í sígildum bókmenntum.   Enn þá sjást forsögulegar minjar, m.a. neðanjarðargrafir, Skara Brae neðanjarðarþorpið og steinhringir drúída.  Norrænir víkingar komu síðla á 8. öld og settust að á 9. öld.  Eyjarnar voru undir norskri og danskri stjórn til 1472.  Glögg merki um yfirráð Norrænna manna finnast þar nú og um alla framtíð vegna staðarnafna.  Þá urðu bæði Orkneyjar að skozku yfirráðasvæði.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var 19.351.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM