Manchester
er stjórnsýslumiðstöð héraðsins Stór-Manchester í norðvesturhluta
Englands við árnar Irwell, Medlock, Irk og Tib.
Hún er mikil iðnaðarborg og var löngum leiðandi í vefnaðariðnaði
landsins auk þess að vera mikilvæg hafnarborg, sem tengist
Manchester-skipaskurðinum (opnaður 1894) til Eastham við Mersey-ána,
þannig að hafskip komast til borgarinnar.
Fjölbreyttur framleiðsla verksmiðja borgarinnar nær
til pappírs, lyfja, raftækja, tækja í flugvélar, tolva og matvæla.
Borgin er í grennd við kolanámur, sem voru mun Meira nýttar
fyrir 1960.
Meðal
menntastofnana borgarinnar eru Viktoríuháskóli (1903), Konunglegi tónlistarskólinn
(1923) og fjöllistaskóli. Borgin
státar af mörgum menningarstofnunum, s.s. John Rylands-bókasafninu,
Hallé-hljómsveitinni (1857) og borgarlistasöfnunum (1823), þar sem
eru forleifa- og náttúrugripasöfn auk tækni- og vísindasafna.
Manchester er setur biskups ensku kirkjunnar og dómkirkjan er frá
15. öld.
Á
fyrstu öld e.Kr. stofnuðu Rómverjar útvarðstöðina Mancunium á núverandi
borgarstæði. Miðaldaborgin
var líklega stofnuð á 10. öld og árið 1301 fékk hún viðurkenningu
sem sjálfstæð borg. Þá
þegar var ullariðnaðurinn í miklum vexti.
Á 17. öld var Manchester blómstrandi miðstöð viðskipta og
baðmullar- og vefnaðariðnaður jókst. Þegar gufuvélar voru teknar í notkun í baðmullariðnaðnum
1783 jókst vöxtur borgarinnar sem aldrei fyrr.
Árið 1830 komust á járnbrautarsamgöngur við höfnina í
Liverpool.
Í
ágúst 1819 urðu blóðug átök milli 60.000 mótmælenda kornlaganna
og fótgönguliða borgarinnar á St Peter’s-völlum, svokölluð
Peterloo fjöldamorðin, þar sem 11 mótmælendur féllu.
Alla 19. öldina voru íbúar borgarinnar virkir í pólitískri
baráttu fyrir umbótum í menntamálum.
Borgin varð mistöð útgáfustarfsemi.
Hið frjálslynda dagblað, Guardian, var stofnað þar 1821 sem
Manchester Guardian.
Allt
frá miðri 19. öld dró úr vefnaðariðnaðnum og nýjar greinar iðnaðar
hafa tekið við. Borgin
skemmdist verulega í loftárásum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni
en var endurbyggð. Robert
Peel forsætisráðherra og rithöfundurinn Thomas De Quincey fæddust báðir
í borginni. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 430 þúsund. |