Isle of Man England,
[Flag of the United Kingdom]


ISLE OF MAN
ENGLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldinn er u.þ.b. 50.000 og þriðjungurinn býr í Douglas.  U.þ.b. hálf milljón ferðamanna kemur ár hvert til eyjarinnar.  Eyjan er í Írlandshafi, 50 km undan Englands- og Írlandsströndum og 26 km frá Skotlandi.  Strandlengja eyjarinnar er 163 km löng, sendin á köflum en annars klettótt.  Eyjan er 55 km löng og 20 km breið.  Landslag er hæðótt og víða skógi vaxið, mýrlent heiðaflæmi og víða þröng gil með fossum.  Vetrarhiti er oftast hærri en +5°C og sumarhiti sjaldan meiri en +20°C og oftast hressandi gola.  Ferjur sigla m.a. frá Liverpool og Heysham til Douglas.

Elztu merki um byggð eru frá 2000 f.Kr (mesolithic).  Merkin eru um fólk, sem veiddi bæði á sjó og landi.  Löngu áður en Rómverjar komu til Englands réðu keltar á eyjunni.  Þeim eru tileinkuð járnaldarvirki og stór hringlaga timburhús.  Rómverjar náðu eyjunni aldrei undir sig.  Heilagur Patrekur er talinn hafa snúið íbúunum til kristni löngu áður en heilagur Ágústínus var sendur til Kantaraborgar.  Keltnesk kristni blómstraði þar unz víkingar komu í lok 8. aldar.  Minjar um öll þessi tímaskeið finnast á eyjunni og draga að sér fornleifafræðinga.

Eyjan hefur eigið þing.  Neðri deild þess, House of Keys, er hið næstelzta í heimi (Alþingi eldra).  Hið gamla manxtungumál, mállýzka úr keltnesku, er útdautt en varðveitist í fjölskyldu- og staðanöfnum.  Hinn skottlausi manxköttur lifir samt enn þá góðu lífi.  Hann er til orðinn við stökkbreytingu og er ræktaður til viðhalds stofninum.  Á eyjunni er fjölbreytt flóra og fuglalíf.

Í Douglas búa u.þ.b. 20.000 manns.  *Manxsafnið er mjög athyglisvert (sögusafn).

*Manx Open Air Folk Museum er útisafn gamalla húsa og atvinnuhátta.

Tynwald Hill er Þingvellir Isle of Man.  Hinn 5. júlí ár hvert eru öll lög undanfarandi árs kynnt þar á manx og ensku við hátíðlega athöfn á bronsaldarhaugi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM