Aberystwyth
er borg í Ceredigionhéraði í Mið-Wales við ósa Ystwith- og
Rheidolánna við Cardiganflóa. Borgin
er vinsæl meðal strandbaðgesta og sóldýrkenda auk þess að vera skólabær.
Þar er m.a. Walesháskóli (1893) og Þjóðarbókhlaðan
(1907).
Borgin
byggðist í kringum 13. aldar kastala, sem sést að hluta til enn þá.
Áætlaður íbúafjöldi var 8,700 árið 1981 en heildarfjöldi
í Ceredigionhéraði var áætlaður 63.600 árið 1991. |