Skotland,
[Flag of the United Kingdom]


SKOTLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Skotland er norðurhluti Bretlandseyja.  Milli Skotlands og Englands er óslétt hálendi.  Innan landamæra landsins börðust Skotar oft fyrir sjálfstæði sínu.  Árið 1707 sameinaðist landið Englandi og Bretlandseyjar urðu að einu konungsdæmi, Stóra-Bretlandi.  Skotar voru og eru enn þá sérstakur þjóðflokkur og eiga sér aðra sögu en England.

Skotland er land rómantíkurinnar.  Þar er fjöldi rústa fornra kastala og klaustra og landslagið er víðast ávalt og fagurt.  Fjöll og dalir, ár og vötn minna óneitanlega á marga staði á Íslandi.  Landið laðar til sín fjölda ferðamanna ár hvert, aðallega frá BNA og Englandi.  Skotland var tiltölulega fátækt land, þar sem var erfitt að sjá sér farborða, en líklega hafa þessi skilyrði fætt af sér og mótað þetta líflega og dásamlega fólk, sem býr þar.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM