St Andrews Skotland,
[Flag of the United Kingdom]


St ANDREWS
SKOTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

St Andrews er borg í Norðaustur Fife-héraði í Mið-Skotlandi við St Andrews-fjörð.  St Andrews var fyrrum fiskibær en nú er hann vinsæll ferðamannastaður og alþjóðleg miðstöð golfíþróttarinnar með nokkrum frábærum golfvöllum.  Konunglegi og gamli golfklúbburinn, sem var stofnaður þar 1754, hefur úrslitavald varðandi golfreglur heimsins.  Rústir dómkirkju hl. Andrews (bygging hennar hófst 1160) og kastala frá því um 1200 standa í borginni.  St Andrews-háskólinn (1411) er hinn elzti í landinu.  Á áttundu öld voru munir hl. Andrews fluttir til bæjarins og hann var gerður að verndardýrlingi Skotlands.  Borgin varð biskupssetur 908 og setur erkibiskups 1472 fram að siðbótinni á 16. öld.  Áætlaður íbúafjöldi Norðaustur Fife-héraðs árið 1991 var í kringum 70.000.



 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM