Ben
Nevis,
hæsti tindur Bretlandseyja, er nærri Fort William í Vestur-Skotlandi.
Hann er í Grampianfjöllum og rís 1343 m.y.s. Norðvesturhlið hans er aflíðandi og góð gönguleið
fyrir göngufólk, en norðausturhliðin er brött og óslétt með 460
m háu þvernhípi, sem er vinsælt meðal fjallaklifrara.
Fjallið er mjög vinsælt uppgöngu en getur verið hættulegt
óvönum og veður skipast skjótt í lofti. |