Áin
Clyde í suðurhluta Mið-Skotlands er u.þ.b. 160 km löng og rómuð
fyrir fagurt umhverfi.
Upptök hennar er fjallalækur í Lowther-hæðum í Suður-Skotlandi
og hún safnar til sín vatni af 3835 km² svæði.
Hún rennur til norðurs um landbúnaðarhérað með aldingörðum,
þar sem Clydesdale-hestar voru ræktaðir upprunalega.
Þá sveigi áin til norðvesturs og rennur um námu- og iðnaðarsvæði
og framhjá eða gegnum borgirnar Lanark, Hamilton, Rutherglen, Glasgow,
Renfrew, Clydebank og Dumbarton.
Nærri Dumbarton breiðir hún úr sér í ósunum við Clydefjörð.
Í grennd við Lanark myndast mestu fossar Skotlands á 6 km svæði
(Bonnington Linn, Corra Linn, Dundaff og Stonebyres Linn).
Fallið er alls í kringum 70 m.
Corra Linn er hæsti fossinn, 26 m í þremur þrepum.
Clydeáin
er vinsæl veiðiá frá upptökum að fossunum en neðan þeirra er hún
mikilvægasta vatnaleið Skotlands.
Clydefjörður, sem er gengur stærstu hafskipum, er u.þ.b. 103
km langur og 1,6- 56 km breiður.
Hann er tengdur Atlantshafi og Írskahafi með Norðurskurðinum.
Við Renfrew er vesturendi Forth og Clyde-skurðarins, sem tengir
Forth-fjörðinn á austurströnd landsins við Clydefjörðinn á
vesturströndinni þvert yfir landið.
Clydefossarnir eru uppspretta orku fyrir margar myllur og verksmiðjur.
Skipasmíðastöðvar blómstruðu eitt sinn við Clydefjörðinn
en eftir síðari heimsstyrjöldina jókst erlend samkeppni. |