Inverness Skotland,
[Flag of the United Kingdom]


INVERNESS
SKOTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Inverness er stjórnsýslumiðstöð Inverness-héraðs í Norður-Skotlandi við ána Ness og Kaledóníuskurðinn við vík í Moray-firði.  Borgin er miðstöð járnbrautasamgangna norðurhluta landsins og viðskipta á stóru svæði.  Meðal framleiðsluvara hennar eru matvæli, jórn og stál, raftæki og ullarvörur.  Um höfnina fer aðallega innflutt eldsneyti og olíuvörur.  Í borginni eru ýmsir áhugaverðir staðir eins og kastali, sem var byggður á rústum 12. aldar virkis og Craig Phadrig-virkisrústirnar frá 4. öld.  Þarna var höfuðborg pikta á hernaðarlega mikilvægum stað á 6. öld.  Þar skírði hl. Columba Brude, konung pikta, árið 565.

Á 12. öld var Inverness blómstrandi verzlunarstaður með konunglegum kastala.  Jakobítar sprengdu kastalann í loft upp árið 1746.  Fram að 1975 var Inverness höfuðstaður Inverness-shire.  Í kastalanum (rauður sandsteinn) eru stórnarskrifstofur.  Á tímum Macbeths stóð hann austar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 62.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM