Glasgow Skotland England,
[Flag of the United Kingdom]


GLASGOW
SKOTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Glasgow er stærsta borg Skotlands með u.þ.b. 770.000 íbúa.  Hún stendur á báðum bökkum árinnar Clyde, 30 km frá ósum hennar.  Glasgow er mesta verzlunar- og iðnaðarborg landsins.  þar eru m.a. stórar skipasmíðastöðvar.  Utan dómkirkjunnar og fárra annarra bygginga ber borgin svip síðustur tveggja alda.  Dýpkun Clyde-árinnar, sem opnaði stórum skipum leið til borgarinnar, olli miklum breytingum í þróun hennar.  Fyrir tveimur öldum var hægt að vaða ána á háfjöru.  Ellefu brýr yfir Clyde og jarðgöng undir ána tengja borgarhlutana.

Glasgow á sér ekki sambærilega sögu við Edinborg og aðrar skozkar borgir.  Þar eru engin merki um forna búsetu.  Þó var þar biskupssetur árið 561 og dómkirkjan rekur upphaf sitt til 12. aldar.  Ríkir borgarar reistu kirkjur og sjúkrahús en þau ummerki eru horfin.  Núverandi svipur borgarinnar er frá Viktoriutímanum.  Háskóli var stofnaður árið 1451.  Núna eru tveir háskólar í Glasgow.

Miðja borgarinnar er Geroge Square þar standa 12 styttur frægs fólks, m.a. Viktoría drottning, Sir Walter Scott, Robert Burns, Robert Peel (1788-1850).

Í Kelvingrove Park er **listasafn og minjasafn (**Art Gallery and Museum).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM