Dundee Skotland,
[Flag of the United Kingdom]


 DUNDEE
SKOTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Dundee við Tay-fjörð og Norðursjó er stjórnsýslumiðstöð Tayside-héraðs í Austur-Skotlandi.  Borgin er önnur veigamesta miðstöð iðnaðar í landinu.  Hún er líka hafnarborg, sem tekur við miklu magni innflutts eldsneytis og annast þjónustu við olíusvæðin í Norðursjó.  Meðal framleiðsluvöru borgarinnar eru vefnaðarvörur, kaðlar, teppi, plastvörur og matvæli.  Prentun og útgáfa er talsverð.  Eitt kennileita borgarinnar er Borgarkirkjurnar (City Churches), sem hýsir þrjár kirkjur undir sama þaki.  Borgin státar af góðu Borgarsafni og listasafni og er setur Dundee-háskóla (1881), listaskóla, tækniskóla og verzlunarskóla.

Dundee var konungleg borg á dögum Vilhjálms ljóns árið 1190 og varð fljótlega í farabroddi borga landsins.  Englendingar ollu miklu tjóni í borginni árin 1296, 1385, 1547 og 1651.  Hvalveiðar urðu að mikilvægri atvinnugrein síðal á 18. öld.  Eftir 1830 þróaðist mikil bastframleiðsla í borginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 170.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM