Antóníusarmúrinn er
oftast nefndur Grimsgarðurinn eða Grahamsgarðurinn.
Þetta er rómverskt mannvirki á milli Bo'ness við Firth of
Forth og Dunglass kastala á Dunglassnesi við Firth of Clyde norðvestan
Glasgow. Hann er u.þ.b. 65
km langur, byggður úr torfi og grjóti og var upprunalega 3,6 m á hæð
og 4,2 m þykkur. Norðan
garðsins var 6 m djúpt og 12 m breitt síki.
Sunnan garðsins voru 19 virki og steinlagður vegur.
Rómverskir málaliðar byggðu garðinn
árið 142 e.Kr.
Í Hunteriansafninu í Glasgow er byggingarsagan sýnd. Garðurinn var til varnar gegn árásum barbara úr norðri.
Skotland var aldrei
undir jafnsterkri rómverskri stjórn og England, aðeins að hluta
hernumið til verndar héruðum Brittaníu.
Agricola réðist inn í Mið-Skotland árið 80 e.Kr. og sigraði
innfædda gjörsamlega við Mons árið 84.
hann lét reisa fjölda virkja, en eftirmaður hans, Quintus
Lollius Urbicus, lét reisa Antóníusargarðinn og skírði hann í höfuðið
á þáverandi keisara, Titusi Árelíusi Antóníusi.
Virkin voru mönnuð göllum, Belgum, Sýrlendingum og Þrakverjum.
Rómverjar yfirgáfu Antóníusargarðinn árið 185 og fóru síðan
aðeins í refsingarleiðangra inn í Skotland.
Nú er mestur hluti garðsins orðinn vallgróinn. |