Edinborg er höfuðborg Skotlands og miðstöð menningar (frá
15. öld). Einhver fegursta
lega borgar í heimi. Borgin
er oft kölluð Aþena norðursins vegna menningarhefða og 'Aulo
Reekie' vegna reyks úr mörgum skorsteinum (á ekki við lengur).
Edinborg er raunverulega 2-3 borgir, samvaxnar.
Suðurhlutinn er gamli bærinn umhverfis The Royal Mile.
Norðurhlutinn er nýi bærinn (18.öld).
Þriðji hlutinn er nýju úthverfin.
Engar
ritaðar heimildir eru til frá rómverskum tíma, þótt rústir virkis
hafi fundizt í 'Cramond'.
Englar komu til Edinborgar frá Norður-Kumbríu og staðurinn
var líklega nefndur eftir Edwin konungi (617-633).
Skoto-piktar lögðu Edinborg undir sig, þegar þeir færðu sig um set
suður á bóginn á 10. öld.
Malcolm Canmore reisti kastala á Kastalahæðinni
(1057-1093) og kona hans, St. Margaret, kapellu.
Árið 1329, þegar Edinborg
og Leith fengu bæjarréttindi úr hendi Robert
The Bruce, var talsverð byggð við rætur Kastalahæðarinnar.
Árið 1482 varð Edinborg höfuðborg, þótt skozku kóngarnir byggju
oft annars staðar. Árið
1707 minnkuðu áhrif borgarinnar, þegar þing Skota og Englendinga voru
sameinuð. Á síðasta
þriðjungi 18. aldar fór nýi bærinn að byggjast vegna þrengsla í hinum
gamla. Nor'Loch, á milli
norður- og suðurhluta Edinborgar var var þurrkað og fyllt upp og
breytt í garða. |