Tristan
da Cunha er eyja og eyjaklasi undir stjórn Breta í Suður-Atlantshafi,
u.þ.b. miðja vegu milli Suður-Afríku og Suður-Ameríku.
Þarna eru sex smáeyjar:
Tristan da Cunha, Gough, Inaccessible, Nightingale, Middle og
Stoltenhoff.
Aðalstjórnsetur eyjanna er á St. Helenu og aðeins tvær
fyrstu eyjarnar eru byggðar (veðurathugunarstöð á Gough).
Eyjan
Tristan da Cunha er stærst og nyrzt, u.þ.b. 98 km ² og næstum
hringlaga.
Strandlengja hennar er u.þ.b. 35 km löng og oftast skýjum
hulin eldkeilan á henni er 2060 m há.
Loftslagið er rakt, vindasamt og milt.
Meðalársúrkoma er u.þ.b. 1675 mm á norðurströndinni við
Edinborg, sem er eina þéttbýlið á eyjunum.
Flóra og fána eyjanna er að ýmsu leyti frábrugðin öðrum
heimshlutum, því þar finnast ýmsar tegundir, sem finnast ekki annars
staðar.
Eyjan
Inaccessible er u.þ.b. 32 km vestsuðvestan Tristan da Cunha.
Þar eru allt að 300 m há þverhnípi og sums staðar mjóar
sandstrendur meðfram þeim.
Þar er fágæt, ófleyg fuglategund skyld keldusvíni.
Eyjan Nightingale er syðst, u.þ.b. 19 km suðaustan
Inaccessible og 32 km suðsuðvestan Tristan ca Cunha.
Strönd hennar er girt klettabeltum með með varpstöðvum milljóna
sjófugla.
Litlu eyjarnar Middle og Stoltenhoff liggja að norðurströnd
Nightingale.
Portúgalskur
aðmíráll, Tristao da Cunja, fann eyjarnar árið 1506.
Á sautjándu öldinni voru gerðar tvær misheppnaðar tilraunir
til búsetu og einu sinni árið 1810.
Árið 1816 kom brezki herinn sér fyrir á Tristan da Cunha og lýsti
eyjarnar brezkt yfirráðasvæði.
Herinn fór árið eftir en þrír hermenn vildu og fengu að verða
eftir.
Smám saman fjölgaði íbúum, þegar skipreka sjómenn, Evrópskir
innflytjendur og konur frá St. Helenu bættust við.
Árið 1886 var Íbúafjöldinn orðinn 97.
Byggðin Edinborg óx á stærsta láglendinu, sem er u.þ.b. 800
m breitt og 8 km langt.
Árið 1938 urðu eyjarnar sex að stjórnsýslusvæði St.
Helenu.
Í síðari heimsstyrjöldinni kom herinn upp veður- og
fjarskiptastöð á Tristan da Cunha.
Síðar var reist suðurafrísk veðurstöð á eyjunni.
Eldgos, sem hófst 9. október 1961, ógnaði byggðinni og íbúarnir
voru fluttir til Nightingale og þaðan til Englands.
Flestir hinna 198 íbúa snéru aftur heim í nóvember 1963.
Þá var byggð ný höfn (1965-67).
Síðar voru byggðir vegir og sjúkrahús, byggðin var rafvædd
og skólp- og vatnslögnum var komið upp.
Aðaluppskera eyjaskeggja eru kartöflur og fiskiðnaður byggist
á strandveiðum.
Sala frímerkja eyjanna er talsverð tekjulind.
Gough-eyja
er u.þ.b. 370 km suðsuðaustan Tristan da Cunha.
Hún er u.þ.b. 14 km löng og 6 km breið og varð til í
eldgosi.
Íbúafjöldi 1990 var u.þ.b. 290 |