Stratford upon Aveon England,
[Flag of the United Kingdom]


STRATFORD UPON AVON
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

William Shakespeare (National Portrait Gallery), in the famous Chandos portrait, artist and authenticity unconfirmed.Shakespear-bærinn með 22.000 íbúa í 36 m hæð yfir sjó.  Ef Shakespears hefði ekki notið við, væri Stratford venjuleg miðlungsborg með nokkrum fallegum, gömlum húsum, kirkjum, 14 boga brú yfir Avon og aðlaðandi görðum og grænum svæðum.  En Stratford er pílagrímastaður þúsunda manna, hvaðanæva að.  Verk Shakesspears eru flutt þar á hverju sumri.

Heimildir um líf Shakespears eru af mjög skornum skammti og margt byggt á getgátum.  Hann fæddist líklega 23. apríl 1564, en var örugglega skírður í sóknarkirkjunni hinn 26 apríl.  Hann var þriðja barn og elzti sonur John Shakespear, bónda, glófasala og ullarsölumanns (†1601) og Mary Arden (+1608).  William sótti líklega menntaskóla í Stratford.  Árið 1582, þegar hann var 18 ára, kvæntist hann Anne Hathaway, þá 16 ára.  Þau áttu þrjú börn, Súsönnu (skírð 1583; †1649) og tvíbura (skírða Hamnet 1585).  Árið 1584 eða 1586 fór William til London og skildi fjölskylduna eftir.  Árið 1592 er hans getið sem leikritahöfundar og leikara á framabraut.  Árið 1610 eða 1611 dró hann sig í hlé, snéri til Stratford og bjó í New House, sem hann keypti árið 1597.  Hann dó 23. apríl 1616 á 52. afmælisdegi sínum og var jarðaður í sóknarkirkju Stratford (kirkju heilagrar þrenn-ingar; turn frá 1210) 25. apríl.  Gröf hans er norðan við predikunarstólinn.

*Fæðingarhús William Shakespears er Mekka hundruða þúsunda gesta ár hvert.  Það stendur við Henley Street.  John Shakespear keypti það árið 1556 og átti þá líklega hluta þess fyrir.  Hann notaði hluta hússins til ullarviðskipta.  Herbergin eru innréttuð í miðstéttarstíl þess tíma.  Framher-bergi á annarri hæð er álitið fæðingarstaður Williams.  Þar eru margar útgáfur verka hans, þar á meðal fyrstu arkarbrot frá 1623.  Margir frægir gestir hafa rispað nöfn sín á gluggann í herberginu.  Austurendi hússins er safn minja, bækur, handrit og myndir.  Sambyggt nýtt hús hýsir Shakespearmiðstöðina (1964).  Þar er safnstjórn, bókasafn og lestrarsalir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM