Ermasundseyjar England,
[Flag of the United Kingdom]


ERMASUNDSEYJAR
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ermasundseyjar draga til sín rúmlega hálfa milljón brezkra sumarleyfisgesta á ári.  landfræðilega tilheyra Ermasundseyjarnar Frakklandi.  Þær eru í St. Malóflóa, 16-50 km frá Frakklandsströndum.  Alderney er næst Bretlandi í 83 km fjarlægð.  Jersey er stærst og hinar eyjarnar eru: Guernsay, Alderney, Sark, Herm, Jethou og fjöldi annarra óbyggðra smáeyja, kletta og skerja.  Loftslagið er milt.  Kartöflur spretta snemma og ræktaðir eru tómatar, vínber og blóm.  Skattar og tollar eru lágir.  Það á við um áfengi, tóbak, lúxusvörur o.fl.  Enskan á eyjunum er frönskuskotin.  Matreiðslan er að mestu frönsk.  Lífsstíllinn er suðrænn, svipaður og í Suður-Frakklandi eða á Ítalíu.  Verzlanir eru opnar langt fram á kvöld.  Mikil blómasýning er haldin á Jersey í júlílok ár hvert.

Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós búsetu manna á eyjunum allt frá 3000 f.Kr.  Rómverjar lögðu þær undir sig og þá hét Jersey Ceasarea.  Heilagur Helier og heilagur Sampson kristnuðu eyjaskeggja á 6. öld.  Eyjarnar urðu hluti af hertogadæminu Normandí og þar með Englandi árið 1154.  Þjóðverjar hernámu eyjarnar í maí 1940, þannig að Bretaland fór ekki varhluta af útþenslustefnu Hitlers.  Sundaeyjarnar hafa sjálfstjórn og m.a. eiginn gjaldmiðil.

Mjög er eftirsótt að verða ríkisborgari á Sundaeyjum, en það er ekki auðhlaupið að því.

JERSEY er stærst eyjanna, 14 km löng og 9 km breið, með 63.300 íbúa.  Með ströndinni er ferðaþjónustan mikilvægust en inni á eyjunni er stundaður landbúnaður.

Aðalborgin er St. Helier á fögrum stað við St. Aubin-flóa.  Hún er iðandi af lífi og býður af sér mjög góðan þokka.  Viktoríustíll er áberandi.

Elísabetarkastali er á litlum kletti utan hafnarinnar.  Þangað er hægt að komast með ferju eða labbandi á fjöru.  Kastalinn var byggður á dögum Elísabetar I og veitt Karli II oft skjól.  Á tengdum kletti er heilagur Helier sagður hafa búið einsetulífi. 

Á Konunglega torginu í borgarmiðju er borgarkirkjan (upphafl. frá 10.öld) og þar var áður markaður.  Gyllt stytta af Georg II.  Þar voru lesnar tilkynningar, nornir brenndar og glæpamenn hýddir eða settir í gapastokka.  Karl II var lýstur konungur á torginu.

Í verzlunum við King- og Queen Street er margt að fá söluskattslaust og tollfrjálst.  Í Hackett Place er nýi markaðurinn undir glerþaki, byggður fyrir u.þ.b. öld síðan (ávextir, grænmeti og blóm).  Við Beresford Street er fiskmarkaður.

Austan Mount Bingham og Fort Regent breytir borgin um svip.  Þar er aðalsumardvalarstaðurinn, hótel, skemmtistaðir og litlar búðir fyrir þá, sem eru á eigin vegum með mat og annað.  Fólk gengur gjarnan sér til skemmtunar á Havre des Pas í austurátt til Gorey.  Howard Davisgarðurinn er fallegur með suðrænum gróðri (gefinn í minningu sonar H.D., sem féll í fyrri heimsstyrjöldinni).  Jerseysafnið er við Pier Road við rætur Mount Bingham.

Þýzki spítalinn.  Eftir því sem leið á síðari heimsstyrjöldina urðu hershöfðingjar Hitlers æ áhyggju-fyllri um úrslitin.  Hitler var ákveðinn í að víggirða Ermasundseyjar svo kirfilega, að innrás væri óhugsandi.  Það verk var falið 319. herdeildinni, sem treysti mest á þræla og stríðsfanga sem vinnuafl, spænska lýðveldissinna, Pólverja, Tékka og gyðinga frá Elsass.  Í lok 1942 fóru Rússar að koma til starfa eftir dauðagöngu þvert yfir Evrópu.  Þeir unni í 16 klst. á dag og fengu aðeins þunna súpu úr  hafraúrgangi.  Milli 4000 og 5000 fangar dóu á Jersey á árunum 1941 - 1944.

Vinna við göngin í Meadowbank og Cape Verd hófst sumarið 1942 og eftir 2 ár náðu þau núverandi stærð og voru kölluð HO 8.  HO 8 voru fyrst ætluð sem herstöð og verkstæði en var breytt í spítala árið 1944.  Spítalinn var tekinn í notkun á D-degi til að bjóða særðum þýzkum hermönnum sem mesta vernd.  Spítalinn var aldrei fullgerður, þótt 14.000 tonn af grjóti hafi verið fjarlægð og 4.000 tonn af steypu verið notuð í þann hluta, sem sýndur er ferðamönnum.  Göngin eru 7.700 m³ og gólfrými 2.565 m².

Upphaflega var innganginum í Meadowbanks ætlað að tengjast Cape Verdinnganginum.  Þess sjást merki í ófullgerðum hluta, sem sýnir vel starfsskilyrði fanganna, sem unnu verkið.

Göngin voru hönnuð þannig, að þau tengdust öll 4 aðalgöngum, sem lægju samhliða aðal-innganginum.  Þótt þau virðist sparlega búin, hlýtur að hafa verið ys og þys, þegar mest var að gera í spítalanum.  Deildirnar voru nógu stórar til að taka við 500 sjúklingum.  Hin fyrsta er enn þá í upphaflegri mynd til að fólk megi gera sér grein fyrir stærðinni.  Hin næsta hýsir innrásarsafnið og hin þriðja er búin ýmsum nútímabúnaði, sem finna má á sjúkrahúsum.

Skurðstofan er, eins og aðrir hlutar spítalans, varin fyrir sprengju- og loftárásum.  Hér eru sýnd tæki og búnaður frá 1944 en hin upprunalegu voru fjarlægð af hernámsliðinu árið 1945.  Spítalinn hafði líka mjög gott apótek.  Skrifstofa yfirmanns var við göngin til Cape Verdinngangsins, u.þ.b. fyrir miðju spítalans.  Þar svaf hann líka og alllangur tími gat stundum liðið á milli þess, að hann kæmist út undir bert loft.

Innan við Cape Verdinnganginn eru varnir gegn gasárásum.  Þar inn af er deild með myndum frá innrásinni.  Læknarnir deildu herbergjum og matsal, sem var skreyttur með mynd af foringjanum, hakakrossum o.fl. til að minna á fyrir hvern var barizt.

Gangakerfið var búið eigin rafli og átti að vera búið fullkomnu loftræstikerfi auk miðstöðvarhitunar.  Í neyðartilvikum átti að vera hægt að pumpa lofti með handafli eins og einn þá má sjá.  Útgöngumöguleikar um neyðargöng voru fyrir hendi, ef spítalinn yrði fyrir miklum skemmdum og aðalinngangar lokuðust.  Þessi neyðargöng eru enn þá til, 40 m undir yfirborðinu.

Spítalinn átti að hafa eigið líkhús, sem aldrei var klárað en merki sjást um.

Eldhúsin eru í göngum samhliða Meadowbank-innganginum.  þar er nú lítið safn.  Þaðan er gengið inn fyrrum slysavarðstofu, þar sem er nú minjagripaverzlun.

Spítalinn ber vitni mikilli verkfræðiþekkingu og verkvilja, jafnvel þótt hér hafi verið beitt miskunnarlausum aðferðum við að framkvæma verkið.  Hér er ekki verið að draga upp fegraða eða falska mynd, heldur reynt að sýna gestinum það, sem raunverulega gerðist.

Steypt skotbyrgi víða um eyjarnar reyndust eyjaskeggjum erfið, þegar reynt var að tortíma þeim eftir stríð.  Steypan var svo þykk og sterk að engin ráð dugðu fyrr en einhverjum hugkvæmdist að fylla þau af dagblaðapappír og kveikja í.  Þá fyrst brast steypan og hægt var að hefja hreinsunarstarf.

GUERNSEY er hér um bil helmingi minni en Jersey og þar búa 53.300 manns.  Hæsti punktur eyjarinnar er 82 m.y.s.  Aðalbærinn er St. Peter Port í fögru umhverfi.  Göturnar eru þröngar og liggja upp á við frá sjónum og við þær standa gömul hús í regencystíl.

Á lítilli eyju, tengdri Guernsey, er Castle Cornet (1150), sem var breytt í tímanna rás og hefur nú elísabezkt yfirbragð.  Kastalinn var upphaflega bústaður ríkisstjórans, síðar fangelsi og nú safn.  Bæjarkirkjan er frá 12.-15. öld.  Hauteville House var heimili Victor Hugo í útlegð hans frá Frakklandi 1852-55 og 1856-70.  Þar eru minjar um skáldið og húsgögn frá því tímabili.

Suðurströnd Guernsey er klettótt og hellum grafin, s.s. Creux Mahiehellirinn, 60 m langur með grænum æðum í bleiku og gráu graníti.

U.þ.b. 5 km norðaustan St. Peter Port er smáeyjan Herm með 40 íbúa og 3.000 gesti árlega. Íbúarnir lifa á ferðaþjónustu og landbúnaði.

Á milli Guernsey og Herm er enn minni eyja, Jethou, sem er í einkaeign ekki má heimsækja.

ALDERNEY fær fæsta gesti vegna fjarlægðar.  Hún er ca 7 km löng og 2 km breið með ca 1900 íbúa, sem lifa á grænmetis- og blómarækt ásamt ferðaþjónustu.  Eyjan er trjálaus og strendur sendnar á milli hárra kletta.  Bærinn St. Anne (2 km frá höfninni) er frá 15. öld með frönsku yfirbragði, steinlögðum götum og mörgum verzlunum og krám.

SARK er kölluð perla Ermasundseyja.  Hún er minnst aðaleyjanna.  Íbúarnir eru rúmlega 600 og þeir eru einu eyjaskeggjarnir, sem hafa haldið við höfðingjaveldi á eyjunni sinni.  Bústaður höfðingjans er Seigneurie (1565).

BRETLANDSEYJAR

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM