Isle of Wight England,
[Flag of the United Kingdom]


ISLE OF WIGHT
ENGLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Á Isle of Whight búa u.þ.b. 95.000 manns.  Eyjan er fyrir suðurströnd Englands gegnt Southampton og Portsmourth.  Hún er 38 km löng og 21.5 km breið.  Rómverjar kölluðu hana Vectis.  Skáld hafa vegsamað fegurð hennar og þjóðhöfðingjar hafa byggt sér griðastaði þar.  eyjan á fyllilega skilin þau viðurnefni, sem henni hafa verið gefin, s.s. Blómaeyjan, Eyja garðanna, Demantur hafsins o.fl.  Loftslag er milt, þótt Kári eigi það til að ræskja sig hressilega.  Viktoría drottning og Albert prins, sem hannaði Osborne House, konunglegan sumardvalarstað í East Cowes, dvöldu hér oft á sumrin og Viktoría oft allt árið eftir lát Alberts.  Andi hennar svífur enn þá að einhverju leyti yfir eyjunni.

Góða veðrið og óbreyttir gamlir bæir draga til sín ferðamenn.  Bezt er að njóta einstaks landslagsins á siglingu í kringum eyjuna.  Siglingamenn flykkjast til Isle of Wight, einkum í ágúst (Cowes Week).  Þá er Solent, sundið milli lands og eyjar, þakið hundruðum segla.  Ferjur frá Portsmouth, Southampton og Lymington og frá Southsea er 8 mínútna ferð með svifnökkva (ekki bílferja).  Vor og haust eru tiltölulega rólegir tímar og gott að heimsækja eyjuna þá.

Osborne House er opið gestum.  Viktoría drottning dó þar árið 1901.  Konunglegi brezki sjóherinn notaði hluta hússins sem skóla í fyrri heimsstyrjöldinni.

*Alumflói er paradís jarðfræðinga.  Lóðrétt sandsteinslögin eru rauð, gul, græn og grá í andstöðu við hvítt kalkið.  Nálarnar eru allt að 30 m háar.

*Carisbrooke kastali var lengi stjórnarsetur eyjarinnar.  Þar var áður rómversk virki og þaðan er gott útsýni.  Hlutar kastalans eru frá 12. öld (normanskt) en afgangurinn að mestu frá 13. öld.  Karli I var haldið þar árin 1647- 48 í varðhaldi og þar dó 15 ára dóttir hans.  Kastalinn er opinn gestum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM