Coventry
í Mið-Englandi, miðstöð bílaiðnaðar, hefur u.þ.b. 320.000 íbúa.
Gamli miðbærinn þurrkaðist út í loftárásum í nóvember
1944. Hinn nýi er álitinn
meistaraverk nútíma byggingarlistar.
Coventry
byggðist á 7. öld undir verndarvæng klausturs.
Á 14.-17. öld óx vegur Coventry sem iðnaðarborgar (vefnaður).
Á 20.öld jókst fjölbreytnin í iðnaðnum.
Biskupssetur frá 1102 en síðar kepptu Coventry og Lichfield um
biskupskjörið.
Steindar
rúður voru teknar úr dómkirkjunni í síðari heimsstyrjöldinni til
að þær yrðu ekki fyrir skemmdum í loftárásum.
Nokkrar þeirra komu fram á Íslandi.
Ein er í Akureyrarkirkju ein í einbýlishúsi í Reykjavík,
í Áskirkjukirkju í Reykjavík og
líkast til víðar.
**Nýja dómkirkjan
(1956-1962). Arkitektinn
var Basil Spencer. Nútímakirkja
fyrir allar greinar kristinnar trúar.
Átta km suðvestan
Coventry er *Kenilworth kastali (1120; þá var Henry I
konungur).
Mynd: Gamla dómkirkjan. |