Liverpool England,
[Flag of the United Kingdom]


LIVERPOOL
ENGLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Liverpool er stjórnsýslusetur í Merseyside-héraði við mynni árinnar Mersey við Írlandshaf í Norðvestur-Englandi.  Borgin er orðinn hluti af mun stærri og þéttari byggð umhverfis hana.  Dregið hefur úr mikilvægi hennar sem iðnaðarborgar en hún er samt ein mikilvægasta hafnarborg landsins.  Meðal þess, sem flutt er inn, er korn- og önnur matvara, timbur, málmar og hráefni til vefnaðar.  Framleiðsla borgarinnar byggist á lyfjum, raftækjum, sykri, hveiti og gúmmívörum.  Hafnaraðstaðan var bætt og stækkuð á áttunda áratugi 20. aldar utan þáverandi borgarmarka.  Framleiðsla farartækja og olíuhreinsun fer fram í útjaðri borgarinnar.  Tvenn göng fyrir bíla (1934, 1971) fyrir bíla og járnbrautargöng undir ána Mersey tengja borgina við Wirral-höfða.

Flestar byggingar borgarinnar voru reistar eftir 1800.  Ráðhúsið var reist 1754 og endurbyggt 1795.  Meðal nýklassískra bygginga er St George’s Hall (1854; hljómleika-, réttar- og sýningarsalir).  Dómkirkja ensku kirkjunnar (vígð 1924; bygging hófst 1904) er einhver stærsta gotneska bygging heims.  Rómversk-katólska dómkirkjan (1967) er fagurt dæmi um nútímabyggingarlist.  Menningarstofnanir borgarinnar ná m.a. til Walker listasafnsins (1873), Borgarbókasafnanna (1852) og Merseyside minjasafnsins (1851).  Nokkur leikhús og synfóníuhljómsveit starfa í borginni.  Meðal menntastofnana er Liverpoolháskóli John Moores-háskóli og nokkrar rannsóknastofnanir.

Árið 1207 gerði John konungur þorpið Liverpool að frjálsri borg.  Þar var lítilvæg höfn fram á 17. öld, þegar nærliggjandi höfn í Chester lagðist af vegna ársets (Dee).  Vöxtur iðnaðar umhverfis borgina og aukin viðskipti við Norður-Ameríku og Vestur-Indíur ollu uppgangi borgarinnar.  Höfnin varð of lítil og var stækkuð og árið 1715 var fyrsta flotkví landsins byggð þar.  Í lok 18. aldar var Liverpool orðin að ríkri stórborg, sem dafnaði af þrælasölu og sjóránum.  Árið 1830 var opnuð járnbraut milli Liverpool og Manchester og á sjöunda áratugi sömu aldar var borgin orðin að miðstöð stórs járnbrautakerfis.  Á þessu tímabili fjölgaði íbúunum hratt vegna fjölda innflytjenda, aðallega frá Írlandi.  Liverpool varð mikilvægasta hafnarborg Ameríkuviðskipta og farþegaflutninga á 19. öld.

Höfnin var hernaðarlega mikilvæg og borgin varð því fyrir miklum loftárásum í síðari heimsstyrjöldinni.  Síðla á fimmta áratugnum dró mjög úr baðmullar- og vefnaðariðnaði.  Á sjöunda og áttunda áratugnum var ráðist gegn fátækrahverfunum og uppbygging var mikil.  Bítlarnir hófur tónlistarferil sinn í Liverpool seint á sjötta áratugnum.  Árin 1981-82 urðu óeirðir í Toxteth-hverfinu vegna erfiðs efnahagsástands.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var í kringum 450 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM