Carlisle er skírishöfuðborg
og iðnaðarborg í Kumbríu. Hún
er gömul landamæraborg á bökkum árinnar Eden og
veigamikil samgöngumiðstöð. Dómkirkjan (1102-1419) og kastalinn (1092) eru skoðunarverð.
Hadriangarðurinn er rétt
norðan við Carlisle og liggur um úthverfið Stanwix. Rómverska virkið varð að bænum Luguvalium.
Skotar gerðu tilkall til Carlisle á 11. og 12. öld en réðu
ekki við hana eftir að william Rufus víggirti borgina.
Árið 1645 gafst Carlisle upp eftir 8 mánaða umsátur Skota
undir stjórn Leslie hershöfðingja. |