Exeter
í Devon er í 50 m hæð yfir sjó með u.þ.b. 100.000 íbúa.
Þetta er háskóla- og dómkirkjuborg, sem hefur varðveitt þokka
sinn, þrátt fyrir grózku og mikilvægi.
Aðallitir Exeter eru rauður og grænn, byggingar úr rauðum
sandsteini og grænir garðar á milli.
Devon
er eitt mesta engjasvæði Englands, frægt fyrir þykkan rjóma og rjómaosta.
Þrátt fyrir mikinn skaða í síðari heimsstyrjöldinni 1942,
hafa gömlu borgarmúrarnir varðveitzt að mestu.
Exeter
er eina borgin í Englandi, sem hefur verið byggð án hléa frá því
á forrómverskum tíma og eina borgin, sem féll í hendur saxa eftir að
kristni komst á. Hið
brezka nafn Exeter var Cearwisc, rómverska nafnið var Isca Dumnonioru. Núverandi nafn varð til úr saxneska nafninu Exaneeaster =
rómverska herstöðin við ána Exe.
Í Exeter er fjórða stærsta höfn landsins.
*Dómkirkjan,
St. Mary og Peter er skoðunarverð.
Bygging hennar hófst árið 1257.
Hún er mikið skreytt. Aðeins
turnarnir tveir eru frá normönskum tíma. |