Þessi
landshluti nýtur milds loftslags og er vinsæll sumardvalarstaður.
Landslag er fjölbreytt og fagurt.
Kalkklettar við sjávarsíðuna.
Southampton
er
í Hampshire. Ein stærsta höfn
Englands. fyrrum mikill
afgreiðslustaður farþegaskipa (flugið hefur tekið við).
Borgin stendur á tungu á milli ánna Test og Itchen, sem hafa
15 km langa ósa. Þar var
höfn þegar á dögum Rómverja við Bittern, aðeins ofar við ána
Itchen. Árið 1189 hélt Ríkharður ljónshjarta þaðan í þriðju
krossferðina. Árið 1620
héldu pílagrímafeðurnir þaðan til Plymouth og þaðan til Ameríku á
Mayflower. Southampton
skemmdist mikið í loftárásum 1940 og 1941.
Portsmouth
er í 9 m hæð yfir sjó.
Borgin stendur á 'eyjunni' Portsea með mjög góða náttúruhöfn.
Allt frá því, að Filippus Spánarkonungur sendi flota sinn
(1588) á móti Englendingum, hefur aðalflotastöð Breta verið í
Portsmouth. Flaggskip flota
Nelsons, sem hann særðist á til ólífis við Trafalgar, HMS Victory,
er hér opið gestum við royal Dockyard.
því var hleypt af stokkunum árið 1765.
Það er ca 60 m langt, með fimm þilförum og rúmlega 100
fallbyss-um. Eina virki Rómverja í Norður-Evrópu, sem var aldrei eyðilagt,
stendur á höfða skammt vestan Portsmouth.
Það féll þó nokkrum sinnum.
Stórir hlutar borgarinnar eyðilögðust í síðari heimsstyrjöldinni.
Innrásarsafn var opnað árið 1984.
Bournemouth.
Milt
loftslag sumar og vetur. Góðar
verzlanir, veitingastaðir og íþróttaaðstaða.
Fyrsta flokks synfoníuhljómsveit.
Margir garðar, m.a. skammt vestan borgarinnar eru 'Compton
Acres'.
Weymouth.
Íbúafjöldi 45.000. Nútímaleg
borg. Baðstaður við breiðan
flóa (norðan Portland). Falleg
georgísk hús og Tudorhús við Trinity Street (með 17. aldar húsgögnum).
Georg III dvaldi oft í Gloucester House (nú hótel).
Ferjur sigla frá Bournemouth, m.a. til Jersey.
Portlandhöfðinn
tengist meginlandinu með eiði, Chesil Bank, þar sem eru góðar baðstrendur
með möl, sem smækkar frá austri til vesturs.
Úr steinnámunum í Portland var unnið byggingarefni í St.
Paulskirkjuna og fleiri merkar byggingar.
Portlandkastalinn var byggður af Henry VIII á grunni saxnesks
virkis. Á Portland Hill,
suðurhluta Portland, er viti og fuglaskoðunarstöð.
**Strandvegurinn
milli Exmouth og Lyme-Regis er mjór og brattur á köflum en útsýni
og umhverfi óviðjafnanlegt.
Torquay
er aðalbærinn í Torbay. Bæirnir
Paignton og Brixham voru samein-aðir í Torquay árið 1968.
Bærinn er þekktur sem 'Drottning ensku rívíerunnar' og býður
upp á aðstöðu til sumar- og vetrardvalar.
Þangað kemur rúmlega ein milljón gesta á ári.
Í Napóleons-styrjöldunum var hér herstöð og íbúðir fjölskyldna
hermanna, sem áttu að verjast hugsanlegri inn-rás.
Merki eldri byggðar finnast í rústum Torreklaustursins (1196)
en þar er nú listasafn bæjarins.
Klettar og trágróður veita svo gott skjól, að hér vaxa suðlægari
og viðkvæmari plöntur en annars staðar í Englandi.
Gamaldags úthverfið Cockington myndar þægilega andstöðu við
hina nútímalegu Torquayborg. Austan Torquay eru Kentshellarnir, tveir samhliða hellar með
dropasteinum. Þar hafa
fundizt beinagrindur manna og aðrar mannvistarleifar, líklega hinar
elztu í Bretlandi. Minjarnar
eru á Torquaysafninu.
Manor House
hótelið í Torquay var um árabil í eigu og rekstri Íslendings.
Þetta hótel á sér sérstaka sögu tengda sjóhernum, sem gerði
þar tilraunir í núverandi sundlaug, og er ákaflega skemmtileg
bygging og þægilegt að gista þar.
Húsið er á húsaminjaskrá.
Leiðin
frá Brixham suður til *Start Point er afarfögur.
Ferja yfir Dart til Dartmouth, sem var áður mikilvægur hafnarbær
en nú rólegur, gamall bær með 6500 íbúa. Butterwalk, útskorin
bogagöng (1635-40) og bæjarsafnið eru skoðunarverðir staðir.
Strandlengjan frá Start Point er fögur og á henni gleymd þorp,
s.s. Thurlestone og Aveton Gifford.
Plymouth
í Devon er í 32 m hæð yfir sjó.
Borgin er við mynni Tamar, sem
skiptir á milli Devon og Cornwall.
Þar er ein stærsta höfn landsins og mesta herstöð sjóhersins
auk þess að vera sögulega mikilvægust.
Ósigur spænska flotans utan við Plymouth árið 1588 (31/7)
markaði upphaf brezka heimsveldisins.
Francis Drake, Raleigh, Cook og Mayflower (6. sept. 1620) eru nöfn,
sem eru fasttengd borginni. Borgin
dregur nafn af smáánni Plym. Svarti
prinsinn sigldi þaðan til Frakklands árið 1355.
Margir útflytjendur til BNA fóru um Plymouth, því heita
margir bæir í Bandaríkjunum líka Plymouth.
Borgin skemmdist mikið í síðari heimsstyrjöldinni.
Bezta útsýnið frá Hoe. Austan
Hoe er Citadel, kastalinn, frá 1566-70 með sædýrasafni í eigu rannsóknarstofu
í sjávarlíffræði. Gott
útsýni úr veitingahúsi á 14 hæð í Civic Centre.
Járnbrautarbrú á Tamar frá 1859.
Brunel verkfræðingur, sem sá um lagningu járnbrautar í
Englandi, byggði hana 1859. Hengibrú fyrir bíla yfir Tamar frá 1961.
Mynd: Manor House. |