Birmingham er
í West Midlands í 75-230 m hæð.
Íbúafjöldinn er rúmlega ein milljón. Birmingham er önnur stærsta
borg Bretlands og eins stærsta iðnaðarborg heims.
Þar eru nýtízku vörusýningarhallir.
Utan nokkurra þéttbýlla borgarhluta með gömlum, óaðlaðandi
húsum, er Birmingham vel skipulögð nútímaborg með þægilegum íbúðarhverfum
og opnum svæðum. Lítið
er um sögulegar byggingar en listafjársjóður borgarinnar er drjúgur.
Háskóli borgarinnar er einn hinn stærsti í landinu.
Birmingham er góð miðstöð til skoðunarferða um Cotswold,
Malvern Hills og Vale of Evesham. Skurðirnir
þar voru notaðir til vöruflutninga en nú til skemmtisiglinga.
Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur borgin verið í
stöðugri endurskipulagningu.
Birmingham
var líklega nefnd eftir byggð fólks Beormunds.
Borgarinnar er getið árið 1538 sem framleiðslustaðar hnífa,
verkfæra og nagla og 1639 sem vopnaframleiðsluborgar.
Blómaskeið hófst eftir að Boulton og Watt smíðuðu gufuvélina
í Birmingham. Í nágrenninu
er kolanámur.
Ráðhúsið
(1832-50) er meistaraverk í viktoríustíl.
Það var byggt eins og rómverskt hof með kórinþskum súlum.
Í því eru sæti fyrir 2000 manns í stóra salnum.
Það hefur verið miðstöð tónlistar eftir fyrsta flutning
„Elijah" eftir Mendelssohn árið 1847.
Þar er eitt bezta orgel landsins og myndir úr sögu borgarinna. |