Kanada,
Flag of Canada

. . . Meira

KANADA


.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráð og
ræðismenn

 

Kanada er annað stærsta land heims á eftir Rússlandi og þar að auki eitthvert hið strjálbýlasta. Landið nær yfir u.þ.b. tvo fimmtunga meginlands Norður-Ameríku.  Heildarflatarmál þess er 9.970.610 km², þar af eru 755.180 km² stöðuvötn.  Saint-Pierre- og Migueloneyjar tilheyra Frakklandi.  Norðan landsins er Íshafið, austan þess Atlantshafið, sunnan þess 12 ríki BNA og vestan þess

Kyrrahafið og Alaska.  Höfuðborg hinna 10 héraða og 3 svæða landsins er Ottawa.  Landamæri Kanada og BNA eru 8895 km löng og landið er u.þ.b. á milli lengdargráðnanna 52°-141°W og n 42°-83°N.  Hin gríðarstóru heimskautssvæði og jaðarsvæði þeirra er oft nefnt „Landið langt í norðri”.  Suður úr Ontaríó teygist stór skagi og Pelee-eyja sunnan hans nær suður fyrir 11 fylki BNA.  Mikil flugumferð liggur yfir landið, því það er á stórbaugsleiðum milli margra staða í Norður-Ameríku, Evrópu og þó síður til Asíu.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM