Halifax er
höfuðborg Nova Scotia í Kanada og jafnfram höfuðstaður Halifaxsýslu.
Borgin er við fjörð í suðurhluta héraðsins á 7,2 km löngum
og 3,2 km breiðum skaga, sem teygist út í fjörðinn og skiptir höfninni
í innri (Bedford) og ytri hafnir.
Samuel
de Champlain var þarna fyrstur á ferð 1605 og franskir fiskimenn
settust þar að snemma á 18. öld.
Varanleg búseta Breta hófst ekki fyrr en 1749, þegar Edward
Cornwallis stofnaði og víggirti bæinn til jafnvægis við franska
virkið í Cape Breton og skírði hann í höfuðið á annars jarlsins í
Halifax (George Montagu Dunk), sem var forseti verzlunar- og
landbúnaðarráðsins.
Brezki land- og sjóherinn átti sér bezt víggirtu bækistöðvar
utan Evrópu í Halifax þar til kanadíska ríkisstjórnin tók við
rekstri hafnarinn og varnarmannvirkjanna 1906.
Herinn þurfti aldrei að verjast árásum í Halifax en mikið
tjón varð, þegar skip hlaðir skotfærum sprakk í höfninni árið
1917 og 2000 manns létust. Í
síðari heimsstyrjöldinni var Halifax stærasta og mikilvægasta
herskipahöfn Kanada.
Borgin
er miðstöð verzlunar og iðnaðar á Nova Scotia.
Höfnin er íslaus og um hana fer mikið af timbri, fiski og
landbúnaðarafurðum. Tvær
aðaljárnbrautir skerast í borginni.
Hún tengist öðrum stöðum í héraðinu með góðu
vegakerfi, ferja annast flutninga til Dartmouth handan hafnarinnar og þangað
liggur Angus L. MacDonald- og A. Murray MacKaybrýrnar.
Alþjóðaflugvöllurinn er 32 km norðaustan borgarinnar.
Iðnaðurinn byggist á málmsteypu, olíuhreinsun, skipasmíðum,
fiskvinnslu, bílaframleiðslu, matvæla, kaðla, málningar og lakks,
fatnaðar og húsgagna.
Borgin
er miðstöð menningar, mennta og lista.
Meðal skóla hennar eru Dalhousieháskólinn (1818), King’s
Collegeháskólinn (1789), St. Mary’sháskólinn (katólskur; 1841),
Mount St. Vincentháskólinn fyrir konur (katólskur; 1925) og Tækniháskóli
Nova Scotia (1907). Safn
hins síðastnefnda hýsir muni, sem minna á sögu, landafræði og
hafið. Sölulegar
byggingar eru m.a. St. Paul’skirkjan (1750; elsta mótmælendakirkja
í Kanada), Gamla hollenska kirkjan (1756; fyrsta lúterska kirkja
Kanada), Ríkisstjórnarhúsið (1800-05; aðsetur ríkisstjóra), Héraðshúsið
(1818; elzta þinghús Kanada í georgíustíl), Minningarturninn (til
minningar um fyrsta kosningafund í Kanada 1758) og söguleg 19. aldar hús
niðri við höfn, sem hafa verið gerð upp.
Hernaðarlegrar fortíðar borgarinnar er minnst í virki uppi á
hæð (1828-50), þar sem stóður eldri varnarmannvirki, Martelloturni
og York Redoubt (endurbyggð 18. aldar varnir gegn árás frá sjó).
Halifax
var orðinn bær 1842.
Nova Scotia
Icelandair flýgur til Halifax
borgar.
Ferðatímabil 22. mai til
24. október 2014. |