Montreol Quebec Kanada,
Flag of Canada

SKOÐUNARVERT

MONTREOL
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Montreal er á Montrealeyju í Quebecfylki við ármót St. Lawrence- og Ottawaánna og stærsta borg Kanada, þótt íbúafjöldi hennar sjálfrar sé aðeins helmingur íbúafjölda Toronto.  Flestir íbúanna tala frönsku sem fyrsta mál.  Borgin er að mestu á flatlendi en nær þó yfir stöku hæðir, þ.m.t. Mt. Royal, 231 m, sem er í henni miðri og umhverfis það er byggðin mjög þétt.  Þaðan geislar byggðin út meðfram ánum og hraðbrautum, sem liggja til hennar.  Viðskiptahverfið er á milli St. Lawrenceárinnar og Mt. Royal, háar skrifstofubyggingar eru í miðborginni í kringum René Lévesque-breiðgötuna og stórverzlanir eru við St. Catherinegötu.

Efnahagur borgarinnar byggist aðallega á verzlun og viðskiptum, iðnaði, samgöngum og fjármálastarfsemi.  Þjónustugreinar eru allsráðandi og fjöldi rannsókna- og þróunarfyrirtækja eiga höfuðstöðvar þar auk kauphallarinnar (1874).  Afturkippur kom í iðnframleiðslu borgarinnar á miðjum níunda áratugnum en engu að síður starfa margir við framleiðslu lyfja, vefnaðarvöru, fatnaðar, matvæla, drykkjarvöra, elektrónískan hátæknibúnaðar, samgöngutækja og við efnaiðnað.  Skinnaiðnaður er mikivægur í Kanada og u.þ.b. 80% hans fer fram í borginni.  Ferðaþjónusta er líka mikilvæg tekjulind.

Montreal er mikil samgöngu- og flutningamiðstöð með stóra höfn við St. Lawrence skipaleiðina, sem var opnuð 1959.  Um hana fer mikið af kornvöru og gámaflutningi.  Þarna er miðstöð járnbrautasamgangna, vegakerfið er gott, neðanjarðarlestir þjóna íbúunum auk tveggja alþjóðaflugvalla, Mirabel og Dorval.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM