Byggingar
borgarinnar eru blanda gamla og nýja tímans.
Frá Vopnatorgi (Place d’Armes) er hægt að dást að St.
Sulpice prestaskólanum (1685), Vorfrúarkirkjunni (1829) og fjórum stórum
húsum frá 1848 (Montrealbanki) til 1968 (Landsbankinn).
Gamla Montreal er við hliðina á torginu og teygist niður að
vatninu.
Þar eru fallegar byggingar eins og Maison St. Gabriel (1668),
sem er gott eintak af sveitabýli og franska húsið Château de Ramezay
(1705), sem er safn mannamynda.
Mikið er verzlað neðanjarðar í skjóli fyrir vetrarveðrum,
þar sem eru rúmlega 1600 verzlanir og 200 veitingahús.
Mennta
og menningastofnanir.
Háskólar:
McGill (1821), Montreal- (1876), Québec- (1968), Concordia-
(1974), George Williams- og Loyolaháskóli.
Meðal
áhugaverðra menningarstofnana eru Place des Arts, Montreal Museum of
Fine Arts, Montreal Museum of Contemporary Art, McCord Museum, Canadian
Centre for Architecture,
dýragarður og stjörnuathugunarstöð.
Parc des Îles er skemmti- og almenningsgarður þar sem heimssýningingin
(Expo) var haldin 1967 á St. Helenaeyju.
Ólympíugarðruinn (sumarleikar 1976).
Forum er leikvangur Montréal Canadiens, sem voru meðal
stofnenda Ísknattleikssambands Kanada 1917.
Sagan.
Franski landkönnuðurinn, Jacques Cartier, kom til Montrealeyjar
1535 og heimsótti indíánaþorpið Hochelaga við rætur Réalfjalls
(Mt. Royal). Fyrsta evrópska byggðin hófst 1642, þegar Paul de
Chomedey, sieur de Maisonneuve, umboðsmaður, stofnaði trúboðsstöðina
Ville Marie á bökkum St. Lawrencefljóts.
Vöxtur byggðarinnar var hægur vegna stöðugra árása indíána
en á 18. öld blómstraði staðurinn vegna skinnaverzlunar.
Englendingar náðu Montreal undir sig 1760 og svæðið varð
hluti að norðurameríska heimsveldinu 1973.
Í upphafi sjálfstæðisstríðsins í BNA 1775-76 hersátu
bandarískar hersveitir byggðina.
Iðnvæðing og aðstreymi innflytjenda hvaðanæva að hófst
snemma á nítjándu öld, þegar framkvæmdir hófust við hafnargerð,
borgin fékk réttindi og járnbrautin náði til hennar um miðja öldina.
Snemma á 20. öld var hún orðin að mestu viðstkipta- og iðnaðarborg
Kanada.
Borgin þandist út en missti forystuhlutverk sitt til Toronto á
áttunda áratugnum.
Óvíða annars staðar í heiminum eru fleiri frönskumælandi
íbúar saman komnir í einni borg.
Íbúafjöldinn 1986 í borginni sjálfri var 1.015.420.
Árið 1991, 1.017.666.
Í Stór-Montreal 1986: 2.921.357 og 1991: 3.127.242. |