Franska
Quebec, austurfylki Kanada, er 1.540.680 km² að flatarmáli og stærst
fylkja landsins og næststærst hvað íbúafjölda snertir (Ontaríó er
fjölmennara). Fylkishöfuðborgin
er Quebec, sem er elzt borga Kanada.
Montreal er næststærsta borg landsins.
Fylkismörkin eru Hudsonsund og Ungavaflói í norðri, Labrador í
austri, St. Lawrenceflói og Nýja-Brúnsvík í suðaustri, Maine, New
Hampshire, Vermont og New York (BNA) í suðri og vesturmörkin eru Ontaríó
og Hudsonflói.
Nauðsynlegt
er að skyggnast um í sögu fylkisins til að skilja núverandi ástand
þess. Sagan segir okkur frá
frönsku landnámi og nýlendustofnun á 16. öld.
Allt frá því að Bretar náðu Nýja-Frakklandi undir sig 1763
hefur mikill tími og fyrirhöfn farið í að reyna að samræma þarfir
hinna fjölmennari frönskumælandi íbúa og hinna efnahagslega ráðandi,
enskumælandi íbúa. Breytingar
á stærð fylkisins og stjórnmálaegum stofnunum þess hafa lítil áhrif
haft á vilja meirihlutans í þá átt, að gera samfélagið frönskumælandi
eingöngu. Á síðari hluta
20. aldar var þetta aðalumræðuefnið um land allt. |