Trois-Rivières
er borg í Saint-Mauricesýslu í Suður-Quebecfylki í Kanada við ármót
Saint-Maurice- og Saint Lawrenceánna.
Þar er hafskipahöfn og miðstöð iðnaðar (pappír, rafmagns-
og elektrónísk tæki, málmvörur, vefnaður, fatnaður, prentað mál
og matvæli). Þar er
Quebecháskóli (1969), Marie-de-l’Incrnation-háskólinn, St.
Josepp-prestaskólinn (1663) o.fl.
Meðal áhugaverðra staða eru Anglicankirkjan (1699, endurbyggð
1754), gotnesk dómkirkja frá 19. öld og Ursulineklaustrið (1697), þar
sem er lista- og forngripasafn.
Trois-Rivières
er meðal elztu byggða Kanada, frá 1634, þegar Samuel de Camplain,
landkönnuður leiddi hóp Frakka þangað.
Byggðin óx sem skinnamarkaður og hafnarbær á 19. öld og fékk
bæjarréttindi 1857. Snemma
á 20. öldinni voru reist orkuver við árnar og það hleypti nýju lífi
í bæinn. Borgin var orðin
stærsti framleiðandi pappírsvara í kringum 1930.
Nafnið er dregið af skurðunum, sem Saint-Mauriceáin rennur um
út í St. Lawrenceána. |