Laval
er stór borg í Île-Jésussýslu í Suður-Quebecfylki í Kanada og
tengis Jesúseyju en Prairiesáin skilur hana frá Montrealeyju.
Að eyjunni liggja einnig Mille-Îlesáin og DeuxðMontagnesvatnið.
Laval er í grennd við Montreal og er miðstöð viðskipta og iðnaðar.
Þar eru m.a. framleidd matvæli, grænmeti, málm- og trjávörur,
prentað mál og elektrónísk tæki.
Lífiðnaðurinn og rannsóknir á heilbrigðissviðinu
krefjast líka talsverðs vinnuafls.
Byggð
hófst á þessum slóðum síðla á 17. öld og fór að vaxa verulega
eftir 1702, þegar rómversk-katólska sóknin Usaint-François de
Sales) var stofnuð.
Aðaluppbygging Jésúseyju hófst ekki fyrr en á sjötta áratugnum.
Borgin varð til árið 1965, þegar 14 sveitarfélög sameinuðust,
þ.m.t. borgirnar Chomedey, Duvemay, Laval-des-Rapides, Laval-Ouest,
Pont-Viau og Sainte Rose.
Borgin var nefnd eftir François Xavier de Laval-Montmorency,
fyrsta katólska biskupnum í Quebecfylki.
Íbúafjöldinn 1986 var 284.164 og 314.398 árið 1991. |