Baffinsland Nunavut Kanada,
Flag of Canada


BAFFINSLAND
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Baffinsland er á milli Grænlands og meginlands Norður-Ameríku og er stærsta eyja Kanada.  Norðan- og austantil eru Baffinsflói og Davissund á milli eyjarinnar og Grænlands og Hudsonsund milli hennar og Labrador-Ungava meginlandsins í suðri.  Eyjan tilheyrir Nunavuthéraði.  Heimskautseyjarnar voru líklega kunnar norrænum mönnum þegar á 11. öld en síða kom landkönnuðurinn Sir Martin Frobisher auga á þær, þegar hann var að leita að norðvesturleiðinni 1576-78.  Eyjan var skírð eftir William Baffin, sem var landkönnuður á 17. öld.  Hæsti hluti fjallgarðs eyjarinnar, sem er næstum jafnlangur henni, 1500 km, er hulinn jökli og hæst rís hann í 2.147 m.  Flatarmálið er 507.451 km² og eyjan er vogskorin.

Það er tæpast hægt að telja hana byggða, en þó eru þar nokkur lítil þorp og aðalbyggðin Igaluit, sem er við Frobisherflóa.  Árið 1972 var þjóðgarðurinn Auyuittuq (21.471 km²) stofnaður á Cumberlandskaga á austurströndinni til að vernda heimsskautsvíðerni með skörðóttum fjallatindum, djúpum dölum, ægifögrum fjörðum og sjávarlíf við ströndina.  Járngrýti hefur fundizt á norðurhlutanum og í Nanisivik á norðvesturhorninu.  Þar eru nyrztu námur í heimi, sem gefa af sér silfur, blý og sínk.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM