Nunavut
er gríðarstórt hérað í Kanada og nær yfir mestan hluta heimskautssvæða
landsins. Það er yngsta hérað
landsins, því það fékk viðurkenningu 1999 og var skorið af Norðvesturhéruðunum.
Innan þess eru hefðbundin búsvæði inúíta.
Nafn héraðsins er úr tungu þeirra, inuktitut, og þýðir
„Landið okkar”. Höfuðborgin
er igaluit við enda Frobisherflóa á Suður-Baffinslandi.
Landamæri
héraðsins liggja að Manitoba í suðri og Norðvesturhéruðunum í suðvestri
og vestri. Að öðru leyti
liggur svæðið að Íshafinu og eyjar þess eru aðskildar Grænlandi með
sundum, s.s. Baffinflóa og Davíðssundi. Suðaustan Hudsonsunds og norðausturarms Hudsonflóa er
Quebecfylki. Nunavut nær
yfir mestan hluta heimskautseyjarnanna, þ.m.t. stærstu eyjuna,
Baffinsland. Nokkrar eyjar
skiptast milli Nunavut og Norðvesturhéraðanna (Viktoriueyja og
Melvilleyjar) og meðal eyja í Hudsonflóa eru Belchereyjar.
Heildarflatarmál Nunavut er 1.900.000 km² og Íbúafjöldinn 1996
var 24.730 (1998, 26.500). |