Igaluit hét áður Frobisher Bay Town.
Bærinn er höfuðstaður Nunavuthéraðs og aðalmiðstöð
Baffinssvæðisins í Kanada. Bærinn
er við mynni Frobisherflóa á Suðaustur-Baffinslandi.
Hann er stærstur bæja á austurheimskautssvæðum Kanada.
Þarna var verzlunarstaður 1914 og herstöð í síðari
heimsstyrjöldinni.
Síðar
var byggð þar varðstöð gegn árásum með kjarnorkuvopnum (DEW =
Distant Early Warning) með röð radarstöðva og veðurathugunarstöð.
Nafn bæjarins er úr máli inuktituteskimóa og þýðir
„Fiskislóð”. Nunuuta
Sunaqutangit-safnið hýsir listaverk eskimóa.
Þjóðgarðar í nágrenninu eru Qaummaarvit, Sylvia Grinnell og
Katannilik. Íbúafjöldinn
1996 var 4220. |