Nýja Brúnsvík Kanada,
Flag of Canada

BATHURST FREDERICTON MONCTON SAINT JOHN

NÝJA-BRÚNSVÍK
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nýja-Brúnsvík er á austurströnd Kanada við Atlantshafið.  Opinberlega er hún eina tvítyngda fylkið í landinu, þar sem enska og franska eru jafnrétthá tungumál.  Nýja-Brúnsvík var meðal fjögurra stofnfylkja Kanada 1867.  Það er meðal Nova Scotia og Prince Edwardseyju, þegar talað eru um sjávarhéruðin.  Fylkið er u.þ.b. ferhyrningslaga, u.þ.b. 340 km frá norðri til suðurs og 300 km frá vestri til austurs.  Flatarmál þess er 73.440 km².  Vestan þess er Mainefylki í BNA, Quebecfylki fyrir norðan, St. Lawrenceflói og Northumberlandsund til austurs og Fundyflói til suðurs.  Milli síðastnefndu tveggja flóanna skagar Chignectoeiðið, sem tengir Nýju-Brúnsvík við Nova Scotia.

George III, konungur, gaf héraðinu leyfisbréf og það var nefnt eftir konungsfjölskyldunni í Brúnsvík.  Fredericton, höfuðborgin, var nefnd eftir syni konungs.  Þetta litla fylki hefur sett sín spor í sögu landsins en leikur ekki ýkja stórt hlutverk í efnahagslífinu.  Það státar af fallegum skógum, ám, vötunum og strandsvæðum, sem ferðamenn, skotveiði- og stangaveiðimenn kunna vel að meta, enda er landið tiltölulega lítt snortið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM