Badthurst
er bær í Norðaustur-Nýju Brúnsvík í Kanada.
Þar er setur stjórnar Gloucestersýslu við mynni nærliggjandi
Nepisguitárinnar og Chaleurflóa.
Bærinn byggir afkomu sína á fiskveiðum og vinnslu,
timburvinnslu og ferðaþjónustu.
Micmacindíánar
réðu eitt sinn þessu svæði, þegar franski trúboðinn Bernardine
Sebastien kom þangað 1619 og hóf landnám Evrópumanna.
Í fyrstu var byggðin kölluð Nepisiguit og síðan St. Peters
til 1826, þegar núverandi nafn var
tekið upp til minningar um brezka þingmanninn Henry Bathurst, þriðja
jarlinn af Bathurs.
Bæjarrétttindi fengust árið 1966.
Íbúafjöldinn 1986 var 14.683 og 14.409 árið 1991. |