Saint John Nýja Brúnsvík Kanada,
Flag of Canada


SAINT JOHN
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Saint John er stærsta borgin í Nýju-Brúnsvík í Kanada.  Hún er höfuðstaður Saint Johnsýslu við Fundyflóa við ósa St. Johnárinnar.  Samuel de Champlain, franskur landkönnuður, kom þangað 1604 og Charles La Tour víggirsti bæinn 1631-35.  Bretar hernámu hann 1758 og efldu varnirnar, sem þeir kölluðu Frederickvirkið.  Bandarískir uppreisnarmenn eyðilögðu það 1775 en þá var Howevrikið byggt á árunum 1777-78.  Bjálkahús þess voru endurbyggð.  Bærinn fór að stækka eftir 1783, þegar konungsinnar byggðu bæina Parr town og Carleton við höfnina.  Árið 1785 sameinuðust þessar tvær byggðir og voru skírðar Saint John eftir ánni.  Benedict Arnold, svikari íbandarísku byltingunni, bjó þar 1787-91.  Í stíðinu 1812 var Martelloturninn, sem nú er þjóðarminnismerki, byggður á Lancasterhæðunum til varnar höfninni.

Höfnin í Saint John er íslaus allt árið.  Hún var og er mikið notuð fyrir vöruflutninga, skipasmíðar og fiskveiðar.  Mikið dró úr vexti bæjarins 1877, þegar mikill eldsvoði eyddi hluta hans og efnahagslífið beið mikið tjón vegna samdráttar í timburviðskiptum.  Hann náði sér aftur á strik og bærinn Portland  var sameinaður Saint John 1889 og Lancasterhreppur og hluti Simondshrepps 1966.  Saint John varð héraðsmiðstöð viðskipta, iðnaðar og samgangna með góðri höfn og einum lengsta slipp í heimi, 320 m löngum.  Keppinautur Saint John er Moncton.  Atvinnulífið í Saint John byggist á timbri, sykri, olíuhreinsun, viðardeigi, pappír, vefnaði og fiskveiðum.

Safn Nýju-Brúnsvíkur hýsir munir frá nýlendutímanum og talsvert safn skipalíkana.  Háskóli fylkisins var opnaður 1964.  Sérkennilegt náttúrufyrirbæri á sér stað tvisvar á dag, þegar allt að níu metra há flóðbylgja æðir upp St. Johnána í aðfallinu (Tidal Bore).  Árið 1991 bjuggu 74.969 manns í borginni og alls 124.981 á borgarsvæðinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM