Fredericton
við St. John ána hefur verið höfuðborg Nýju-Brúnsvíkur síðan
1785. Hún
stendur u.þ.b. 135 km frá árósunum í suðurhluta fylkisins.
Þarna var áður franska virkið Nashwask (1692) og byggð
Acadia, St. Anne’s höfði (1731), sem konungssinnar (tories) skipulögðu
síðan 1785 og skírðu eftir Frederick, syni George III, konungi.
Eftir 1825 settist brezki herinn þar að og endurreistu
varnarvirkin, sem nú eru þjóðarminnismerki.
Borgin
er nú aðallega stjórnsýslusetur, mennta- og menningarmiðstöð.
Þar er fyrsti háskólinn, sem var stofnaður í Kanada 1785, Háskóli
Nýju-Brúnsvíkur, og St. Thomas háskólinn, sem var stofnaður 1910.
Engilsaxneska Kristkirkjan (1845-53) er eftirmynd gotnesku St.
Maryskirkjunnar í Snettisham, Norfolk, Englandi.
Í þingbyggingunni (1880) eru fuglamyndir eftir Audubon og
eintak af bresku Dómsdagsbókinni (1783).
Beaverbrook listasafnið hýsir merkilegt safn verk frá 18.-20.
öld, þ.m.t. málverk eftir Winston Churchill.
Í King’s Landing, 30 km vestar, er endurgert landnemaþorp
konungssinna.
Aðalstöðvar riddaralögreglunnar eru í útjaðri borgarinnar
ásamt rannsóknarstöð landbúnaðarins.
Meðal þess, sem framleitt er í borginni eru skór, kanóar, viðarvörur
og múrsteinar.
Fredericton
býr við talsverða bókmenntalega hefð, sem sera Jonathan Odell, ádeiluskáld
í borgarastyrjöldinni í BNA, sem bjó þar, og rithöfundurinn Julia
Catherine Hart (1796-1867) sköpuðu auk ljóðskáldanna Sir Charles
Roberts (1860-1945), Bliss Carman (1861-1929) og Francis Sherman
(1871-1926), sem fæddust þar.
Leikhús borgarinnar (Playhouse,Theatre New Brunswick) færir upp
verk allt árið.
Íbúafjöldinn 1991 var 46.466. |