Saskatoon Saskatchewan Kanada,
Flag of Canada


SASKATOON
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Saskatoon er borg í miðsuðurhluta Saskatchewanfylki í Kanada við samnefnda á.  Hún var stofnuð árið 1883 sem höfuðstaður bindindisnýlendu.  Nafnið er dregið af nafni úr creeindíánamáli, Mis-sask-guah-too-min, sem þýðir rauð, æt ber, sem vaxa í nágrenninu.  Eftir að járnbrautin var lögð frá Regina (259 km) 1890 og sameiningu bæjarins og tveggja annarra 1906, hljóp mikill vöxtur í íbúafjöldann.

Saskatoon er fjölmennasta borg fylkisins og mikilvæg miðstöð pottöskuvinnslu og hveitiræktar.  Hveitmyllur, matvæla- og mjólkurvöruframleiðsla, kjötpökkun, bruggun, litun, olíuhreinsun, efnaiðnaður, áburðarframleiðsla, raftæki, fatnaður og vegavinnuvélar eru aðaliðngreinar borgarinnar.  Hún er líka miðstöð samgangna á landi og í lofti.

Á menningarsviðinu má nefna symfóníuhljómsveit, Mendel listasafnið, Tónleikahöll Saskatoon, Minningarlistasafnið og Þróunarsafn Vestursins.  Saskatoon er setur Saskatchewanháskóla (1907) og útibúa hans, St. Thomas More (1936), St. Andrew’s (1912), Emmanuel og St. Chad, sem sameinuðust 1964, og Lúterska guðfræðiskólans.  Rannsóknarráð Saskatchewan er einnig í borginni.  Meðal árlegra viðburða eru „Frumbýlingsdagar” og Saskatoonhátíðin, sem er mesti sögu- og landbúnaðarviðburður í Kanada (júlí).  Gardiner er stór stífla í Suður-Saskatchewanánni, sem myndar Diefenbakerlónið 105 km sunnar.  Þorpsréttindi 1901.  Borgarréttindi 1906.  Íbúafjöldinn 1991 var 186.058.  Með útborgum 1996 alls 219.056.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM