Winnipeg
er höfuðborg (1870) Manitobafylkis
í Kanada.
Hún stendur við ármót Assiniboine- og Redánna, 65 km suðsuðvestan
Winnipegvatns og 95 km norðan landamæranna að Minnesota (BNA).
Eftir að franski könnuðurinn La Vérendrye byggði þar virkið
Rouge 1738 myndaðist verzlunarstaðirnir Fort Gibralter (Norðvesturfélagið
1804) og Fort Garry (Hudsonflóafélagið 1821). Skozka byggðin frá árunum
1811-12 og byggðin við Rauðá mynduðu kjarna verðandi borgar, sem
var skírð Winnipeg eftir stöðuvatninu.
Nafnið er úr máli creeindíána (win nipee) og þýðir
gruggugt vatn.
Árið
1881 náði Kyrrahafsjárnbrautin til Winnipeg og bærinn varð mikilvæg
miðstöð viðskipta fyrir byggðirnar á sléttunum.
Borgin þjónar einnig námusvæðunum í norðri og er nú ein
stærsta miðstöð samgangna, viðskipta, fjármála og
tryggingarfyrirtækja landsins.
Iðnaðurinn byggist aðallega á kornmyllum (hveiti), kjöt- og
matvælavinnslu, prentun, bruggun, framleiðslu fatnaðar, bíla og
landbúnaðartækjum og velum.
Iðnvæðing borgarinnar byggist á ódýru rafmagni frá
orkuverum við Winnipegána, náttúrulegu gasi og góðu samgöngukerfi,
sem felst í mótum tveggja járnbrauta hafa á milli, aðalþjóðveginum
þvert yfir landið og öflugum alþjóðaflugvelli.
Geysimikil flóð í Rauðá ollu miklu tjóni 1950 og 48 km
langur flóðaskurður var grafinn og lokið 1967 til að fyrirbyggja
endurtekningu.
Winnipeg
er heimsborg, deigla margra þjóðerna og menningarmiðstöð
Manitobafylkis.
Þar er symfóníuhljómsveit, Konunglegi ballettinn og
Manitobaleikhúsið.
Manitobaháskóli (1877) er tengdur miðskólunum St. Boniface
(1818), St. John (1866), St. Paul (1926), St. Andrew (1946) og Winnipegháskóla
(1947), sem hét áður Sameinaði miðskólinn (United College).
Þinghús Manitoba (1920) er nýklassísk.
Gullni drengurinn, bronzstytta af unglingi með kyndil í annarri
hendi og hveitibindi á vinstra armi, stendur ofan á hvelfingu þess.
Aldarmiðstöð borgarinnar hýsir náttúrugripasafn Manitoba
(Man and nature) og stjörnufræðisafn.
Í ágúst ár hvert er haldin þjóðleg listahátíð í
borginni.
Hinn
1. janúar 1972 sameinuðust nokkrir bæir Winnipeg (Saint Boniface,
Saint James, Austur- og Vestur-Kildonan, Transcona og Saint Vital).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 í Stór-Winnipeg var 652.354. |