Whitehorse Yukon Kanada,
Flag of Canada


WHITEHORSE
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Whitehorse er bær, sem hefur verið höfuðstaður Yukonhéraðs síðan 1952.  Hann er við Yukonána (Lewes) neðan Milesgljúfurs og fyrrum Whitehorsflúðanna, sem eru á botni Schwatkalónsins núna.  Þetta lón myndaðist eftir 1958, þegar stífla var reist í tengslum við vatnsaflsvirkjun.  

Aðalstöðvar riddaralögreglunnar í Yukon eru í Whitehorse, sem er líka mikilvæg samgöngumiðstöð við Alaskahraðbrautina og í flugsambandi við helztu borgir Norður-Ameríku.  Stangveiðimenn, skotveiðimenn og gildruveiðimenn hafa löngum búið sig til veiða frá Whitehorse.

Nafn bæjarins er líklega dregið af hvítfyssandi flúðum Whitehorseárinnar, sem minna á flaksandi fax hvítra hesta.  Bærinn byrjaði að myndast á dögum Klondike gullæðisins (1897-98) sem birgða- og dreifingarmiðstöð.  Þaðan var haldið eftir ánum og þar var áfangi á leiðinni um Whiteskarðið og á leið Yukonjárnbrautarinnar frá Skagway, sem hætti þjónustu 1982.

McBridesafnið hýsir muni frá dögum frumbýlinganna og mörg söguleg bjálkahús standa enn (Old Log Church Museum, þar sem Robert W. Service samdi ballöðuna um Hættulega Dan McGrew 1904).

Í síðari heimsstyrjöldinni varð Whitehorse miðstöð vegagerðar Alaska hraðbrautarinnar og hráolíupípunnar frá Normanlindunum ((N.W.T.) til hreinsunarstöðvar, sem nú er lokuð.  Whitehorse fékk borgarréttindi 1950 og talsverða opinbera styrki til viðhalds byggðar.  Talsvert hefur dregið úr vegi borgarinnar síðan á níunda áratugnum.  Stjórnsýslan og ferðaþjónusta eru aðatekjulindir bæjarbúa.  Íbúafjöldinn 1991 var 17.925.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM