Placentia Nýfundnaland Kanada,
Flag of Canada


PLACENTIA
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Placentia er þorp á Suðaustur-Nýfundnalandi í Kanada.  Það er á Avalonskaga við austanverðan Placentiafjörð.  Þarna höfðust baskneskir fiskimenn við á 16. öld og skírðu staðinn eftir samnefndum stað á Spáni.  Frakkar, sem settust þar að til frambúðar, kölluðu byggðina Pæaisance og víggirtu hana rækilega gegn Bretum í Saint John 108 km norðaustar.  Gömlu virkin eru ofan þorpsins og hafa verið varðveitt undir nafninu Castle Hill þjóðgarðurinn.

Plaisance var höfuðborgr ýmissa franskra byggða í nýja landinu (Terre-Neuve) unz Bretar tóku völdin (1713) og skírðu staðinn Placentia.  Honum var stjórnar frá Nova Scotia til 1729 og eftir fall Quebec 1759 varð hann að flotastöð.  Franklin D. Roosevelt og Winston Churchill undirritaðu Atlantshafssáttmálann 1941 um borð í orrustuskipi, sem lá við akkeri í Placentiafirði.  Efnahagur borgarinnar byggist aðallega á fiskveiðum og ferðaþjónustu.  Íbúafjöldinn 1991 var 1954.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM