Yellowknive
er höfuðborg Norðvesturhérðanna
(1967).
Hún er á norðurbakka Great Slavevatns, 8 km sunnan mynnis
Yellowknifeárinnar.
Hún var stofnuð 1935, ári eftir að gull fannst á svæðinu,
og dregur nafn af hópi athabascanindíána, sem kallaði sig
Yellowknife.
Eftirspurn eftir gulli minnkaði í upphafi síðari
heimsstyrjaldarinnar og efnahagur íbúanna varð bágborinn.
Stórar gullnámur hafa verið unnar eftir annan stóra
gullfundinn 1945.
Demantar hafa lík fundizt á sama svæði.
Orkuver við Snöruá í nágrenninu sér íbúunum fyrir
rafmagni.
Bærinn er hinn stærsti í Norðvesturhéruðunum og setur stjórnsýslu,
miðstöð viðskipta og menntunar.
Hann tengdist þjóðvegakerfinu í kringum vatnið, suður að
Hayánni og borgum í Albertafylki.
Íbúafjöldinn 1971 var 5867 og 1991, 15.179. |