Appalachia svæðið Kanada,
Flag of Canada


APPALACHIA-SVÆÐIÐ
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Appalachiasvæðið nær frá austurhluta Quebecborg norðaustur að Gaspéskaga og strandhéruðunum Nýfundnalands.  Þar eru forn og veðruð fellingasvæði með mjúkar línur, skorin dölum og láglendissvæðum á auðveðraðri hlutum þess.  Nokkuð há fjöll (>1200m) rísa upp af láglendinu í Suður- Quebec (Sutton, Notre-Dame og Shickshock).  Hálendin í Nýju-Brúnsvík og Nýja-Skotlandi eru lægri og hæðirnar voru fyrrum hásléttur.  Meginhluti Nýfundnalands er af þeirri gerð en meðfram austurströndinni eru Long Rangefjöllin (>600m).  Tiltölulega lítil láglendissvæði teygjast meðfram ströndinni og meginánum.

Vestur-Cordillera, sem er allt að 830 km breitt svæði mefram Kyrrahafsströndinni, er prýtt allt að >3000 m háum, lítt veðruðum fjöllum og hæðum, sem eru mun yngri en Appalachianfjöllin.  Víða er að finna merki alpajökla, margir daljöklar eru enn þá að verki og snævi þaktir tindar tróna.  Sums staðar eru snarbrattar og skóglausar hlíðar fjallgarða með norður-suður stefnu.

Cordillerasvæðið skiptist í marga fjallgarða.  Klettafjöllin eru á austurjaðri þess frá Yukon að 49. breiddarbaugnum, þar sem þau halda áfram suður eftir Kyrrahafsströnd BNA.  Þau mynda vatnaskil milli austurs og vesturs og búa yfir fegurstu landslagsformum Norður-Ameríku.  Þjóðvegurinn milli Banff og Jasper er talinn meðal allrafegurstu leiða um Klettafjöllin.  Í Klettafjöllum eru rúmlega 30 tindar, sem rísa hærra en 3000 m, s.s. Robsonfjall (3931m) og þar eru líka fimm þjóðgarða Kanada, þ.m.t. Banff, sem var stofnaður árið 1885.  Helztu fjallaskörðin á leiðinni eru Yellowhead, sem járnbrautin liggur um, Kicking Horse og Crowsnest (járnbraut).  Þjóðvegurinn liggur um Kicking Horseskarðið.

Vestan Klettafjalla er 25 km breiður og djúpur dalur, Rocky Mountain Trench.  Enn vestar tróna Columbiafjöllin (>3000m), þar sem skíðamenn eru víða fluttir hátt upp með þyrlum til að renna sér niður (Cariboofjöll).  Milli Columbiafjallagarðanna og strandfjallanna er breitt fjalllendi og hásléttur.

Hæsta fjall Kanada, Mt. Logan (5951m) er hluti strandfjallanna (St. Eliasfjöll).  Ströndin er skorin ægifögrum, djúpum og sæbröttum fjörðum, þar sem fjöllin rísa upp í rúmlega 2000 m hæð.  Undan ströndinni  eru eyjaklasar.  Stærstur eyjarnar eru Vancouver- og Queen Charlotteeyjar.  Nyrztur fjallgarðarnir eru Richardson-, Mackenzie-, Selwyn- og Pellyfjöll.  Rétt sunnan Yukon eru óslétt Cassiarfjöllin.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM