Viktoríueyja
er önnur stærsta eyjan í kanadíska eyjaklasanum.
Hún skiptist milli Nunavuthéraðs og Norðvesturhéraðanna og
milli hennar og meginlandsins eru Dolphin- og Unionsund, Coronationflói,
Deasesund og Queen Maudflói.
Hún er u.þ.b. 515 km löng, 270-600 km breið og 217.291 km² að
flatarmáli.
Landslagið hækkar frá vogskorinni ströndinni upp í 655 m á
norðvesturhlutanum.
Eyjan
er mjög strjálbýl og flestir íbúanna búa í þorpinu Holman á
vesturhlutanum og Cambridgeflóa (Ikaluktutiak) á suðausturhlutanum,
þar sem er veðurathugunarstöð.
Thomas Simpson fann eyjuna 1838 og nefndi hana eftir Viktoríu
Bretadrottningu.
John Rae kannaði hana fyrstur árið 1851. |