Kanada heimsskautseyjar vatnasvið,
Flag of Canada


KANADA
Heimskautseyjarnar og vatnasvið

.

.

Utanríkisrnt.

Heimskautseyjarnar skipta þúsundum norðan meginlandsins.  Suðausturhluti þeirra er framhald Kanandaflekans og tvenns konar landslagsform aðgreina þær greinilega.  Sunnantil er heimskautsláglendið og Innuitianfjöllin norðantil.  Þessi fjöll eru jarðfræðilega ung, lík Vestur-Cordillerafjöllum, og hæstu tindar tróna upp í 3030 m hæð.  Þarna ríkir eilífur vetur og landið er hulið snjó og ísi.

Vatnasvið
.  Kanada býr yfir u.þ.b. 9% ferskvatnsbirgða heimsins, aðallega í stöðuvötnum og votlendum, sem þekja u.þ.b. 20% landsins.  Árnar á 2/3 hlutum landsins renna til Íshafsins, Hudson- og Jamesflóa.  Þar er lengsta á landsins, Mackenzie (4350 km).  Vatnasvið hennar er gífurlega stórt, 1,8 milljónir km”, enda þverár margar á leiðinni.  Um hana rennur vatn frá vötnunum miklu og skipgengur hluti hennar er 3866 km langur.  Lengsta áin, sem rennur til Kyrrahafsins alla leið innan Kanada er Fraser og Yukon og Columbia stemma líka að Kyrrahafinu.

Tvennt dregur aðallega úr notagildi kanadísku ánna, strjálbýl svæði meðfram þeim á norðurslóðum og ísmyndun á veturna.  Á þéttbýlissvæðum eru árnar mengaðar.  Fossar og flúðir einkenna kanadísku árnar og víða eru vatnsaflsvirkjanir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM