Ottawa Ontario Kanada,
Flag of Canada


OTTAWA
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ottawa er höfuðborg Kanada.  Hún er í suðaustanverður Ontaríófylki við ármót Ottawa-, Gatineau- og Rideauánna.  Árið 1613 hófu landkönnuðir og kaupmenn tveggja alda ferðalög um þessar ár.  Napóleonsstyrjaldirnar sköpuðu Bretum þörf fyrir trjávið til skipasmíða og hann fengu þeir úr dal Ottawaárinnar.  Árið 1800 stóð Bandaríkjamaðurinn Philemon Wright að skógarhöggi handan árinnar, þar sem borgin Hull er nú.  Í stríðinu milli Breta og Bandaríkjamanna 1812 gátu Bretar farið örugga leið um Rideauána frá Ottawaánni til Kingston á Ontaríóvatni.  Þessar samgönguleiðir leiddu til uppbyggingar Ottawa, sem var þá kölluð Bytown.

Deilur milli stjórnmálamanna í Quebecborg og Toronto og Montreal og Kingston ollu því, að beiðni var send til Viktoríu Bretadrottningar um úrskurð í höfuðborgarmáli sameinaðs Kanada.  Árið 1855 var borgin nefnd Ottawa eftir ottawaindíánunum.  Hún stækkaði hraðast og mest borga í Austur-Kanada, einkum vegna setu ríkistjórnar Kanada þar.  Árið 1937 fékk William L. MacKenzie, forsætisráðherra, franska arkitektinn Jacques Gréber til að endurskipuleggja hverfi stjórnarbygginga borgarinnar. 

Skinnaverzlunin og timburvinnslan eru ekki eins mikilvægir atvinnuvegir og áður.  Ferðaþjónusta og tölvutækni hafa tekið forystuna.  Alríkisstjórnin veitir miklum fjölda fólks vinnu.  Mörg fyrirtæki og fjármálastofnanir eiga aðalstöðvar í borginni og þar er fjöldi sendiráða og bústaða viðskiptafulltrúa alþjóðlegra stórfyrirtækja.

Ottawa er veltengd járnbrautakerfi landsins og áætlunarstaður margra flugfélaga.  Strætisvagnar aka um alla borgina og siglingar um Ottawa- og Rideauárnar eru ekki lengur stundaðar í viðskiptaskyni.  Þar siglir fólk sér til ánægju á okkar dögum.

Ottawa er menntamiðstöð.  Þar eru þrír háskólar, Ottawaháskóli, St. Paulháskólinn og Carletonháskólinn.  Tveir fyrstnefndu kenna á frönsku og ensku en hinn þriðji á ensku.  Algonquin er stór miðskóli á tæknisviði.  Í borginni er einnig Listamiðstöð þjóðarinnar með óperu og tveimur leikhúsum, Þjóðarbókhlaðan og Þjóðskjalasafnið, Þjóðminjasafnið (vísinda- og tæknisafn) og Þjóðlistasafn Kanada.  Íbúafjöldinn 1991 var 313.987 (Ottawa-Hull, 920.857) og árið 1996 var hann 1.010.498 á Stór-Ottawasvæðinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM