Avalonskagi Nýfundnaland Kanada,
Flag of Canada


AVALONSKAGI
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Avalonskaginn er á suðvesturhluta Nýfundnalands í Kanada.  Hann tengist megineyjunni með 6 km breiðu eiði milli Placentia- og Trinityflóa.  Lengd skagans er u.þ.b. 180 km og mesta breidd er 100 km.  Hæsti punktur hans liggur u.þ.b. 300 m yfir sjó á Atlantshafsströndinni sunnan St. John’s og firðirnir Conception Bay í norðri og St. Mary’s Bay í suðri skerast djúpt inn í hann.  John Cabot var líklega fyrstur Evrópumanna á þessum slóðum árið 1497 og Sir George Calvert (Lord Baltimore) nefndi skagann eftir Avaloneyju.  Sir George sótti um yfirráð árið 1623.   Árið 1866 var fyrsti símastrengur yfir Atlantshafið tekinn á land, þar sem heitir Heart’s Content við Trinityfjörð og árið 1941 undirrituðu Franklin D. Roosevelt og Winston Churchill Atlantshafssáttmálann um borð í herskipi á Placentiafirði.

Avalonskaginn er þéttbýlasta svæði Nýfundnalands (rúmlega 40% íbúanna).  Helzta lífsviðurværi þeirra er fiskveiðar, skógarhögg og timburvinnsla auk ýmiss konar framleiðslu.  Stærstu bæirnir, aðallega á norðurströndinni, eru St. Jöhn’s (fylkishöfuðborgin), Wabana, Harbour Grace og Carbonear.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM